Mótamál

Úr leik GG og Árborgar

Lokadagur félagaskipta er í dag - 31.7.2006

Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti leikmanna eru félagaskipti innanlands ekki heimil frá og með 1. ágúst til og með 15. október.  Á því tímabili geta leikmenn sem skráðir eru hjá erlendu knattspyrnusambandi heldur ekki skipt í íslenskt félagslið.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í undanúrslit karla og kvenna á þriðjudag - 31.7.2006

Dregið verður í undanúrslit VISA-bikars karla og kvenna á Hótel Loftleiðum í hádeginu á þriðjudag.  Í undanúrslitum karla eru þrjú lið úr Landsbankadeild og eitt úr 1. deild, og sama skipting er í undanúrslitum kvenna.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Breiðablik, Fjölnir, Stjarnan og Valur í undanúrslit - 28.7.2006

Breiðablik, Fjölnir, Stjaran og Valur tryggðu sér í kvöld, föstudagskvöld, sæti í undanúrslitum VISA-bikars kvenna með því að leggja andstæðinga sína í 8-liða úrslitum. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dagsetningum undanúrslita karla breytt - 28.7.2006

Dagsetningum leikja í undanúrslitum VISA-bikars karla hefur verið breytt og fara leikirnir nú fram mánudaginn 28. ágúst og þriðjudaginn 29. ágúst.  Báðir leikir verða í beinni útsendingu á RÚV.

Lesa meira
 
ESSO2005-0023

Færslur leikja 15. ágúst vegna Ísland - Spánn - 28.7.2006

Þar sem Ísland leikur vináttulandsleik við Spán í A-landsliðum karla þann 15. ágúst er ljóst að færa þarf mikið af leikjum af þeim degi.  Mótanefnd KSÍ hefur tekið þá ákvörðun að færa alla leiki í meistaraflokki yfir á 16. ágúst.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leik FH og Þór/KA í Landsbankadeild kvenna breytt - 28.7.2006

Vegna landsleiks Íslands við Spán í A-landsliðum karla 15. ágúst hefur leik FH og Þórs/KA í Landsbankadeild kvenna verið breytt.  Leikurinn fer nú fram degi síðar en áður var áætlað.

Lesa meira
 
Afturelding

Afturelding auglýsir eftir þjálfurum fyrir yngri flokka - 28.7.2006

Barna og unglingaráð Aftureldingarauglýsir eftir þjálfurum í nokkra flokka pilta og stúlkna frá og með 1. september.  Þjálfaramenntun og reynsla er skilyrði.

Lesa meira
 
Höttur

Ormsteitismót Hattar fyrir 5. og 6. flokk - 28.7.2006

Ormsteitismót Hattar fyrir 5. og 6. flokk karla og kvenna fer fram á Egilsstöðum dagana 19. og 20. ágúst næstkomandi. 

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Hvaða lið fara í undanúrslit VISA-bikars kvenna? - 28.7.2006

Átta liða úrslit VISA-bikars kvenna fara fram í kvöld, föstudagskvöld, og hefjast allir fjórir leikirnir kl. 19:15.  Þrjú lið úr 1. deild leika í 8-liða úrslitum og fimm úr Landsbankadeild.

Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Bæði lið úr leik þrátt fyrir góða frammistöðu - 27.7.2006

Bæði liðin í UEFA-bikarnum eru úr leik í keppninni þrátt fyrir góða frammistöðu í síðari leikjum liðanna í kvöld, fimmtudagskvöld.  Valsmenn gerðu markalaust jafntefli við Bröndby, en Skagamenn unnu 2-1 sigur á Randers.

Lesa meira
 
EM U19 landsliða karla

Kristinn dæmir úrslitaleikinn í EM U19 karla - 27.7.2006

Kristinn Jakobsson mun dæma úrslitaleikinn í lokakeppni EM U19 landsliða karla milli Spánar og Skotlands laugardaginn 29. júlí.  Leikurinn fer fram á Miejski leikvanginum í Poznan og verður sýndur beint á Eurosport.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Eins marks tap FH-inga í Kaplakrika - 27.7.2006

Íslandsmeistarar FH biðu lægri hlut fyrir Legia frá Varsjá í fyrri viðureign liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA á miðvikudagskvöld.  Eina mark leiksins kom þegar um 10 mínútur lifðu af leiknum.

Lesa meira
 
Leikmaður Gróttu með knöttinn

Lokadagur félagaskipta er 31. júlí - 26.7.2006

Lokadagur félagaskipta er 31. júlí og verða allar tilkynningar um félagaskipti að hafa borist skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti þann dag.  Félagaskipti innanlands eru ekki heimil frá og með 1. ágúst til og með 15. október.

Lesa meira
 
UEFA

Átján dómarar og eftirlitsmenn á vegum UEFA - 26.7.2006

Hér á landi eru nú staddir 18 fulltrúar UEFA vegna þriggja leikja í Evrópumótum félagsliða sem fram fara í vikunni.  Þessir fulltrúar UEFA koma frá ýmsum löndum - Austurríki, Englandi, Finnlandi, Írlandi, Noregi, Svíþjóð og Wales.

Lesa meira
 
Erlendur Eiríksson

Erlendur dæmir leik í finnsku deildarkeppninni - 26.7.2006

Erlendur Eiríksson verður dómari í viðureign Viikingit og Jippo í næst efstu deildinni í Finnlandi sunnudaginn 30. júlí.  Verkefnið er hluti af norrænum dómaraskiptum knattspyrnusambanda á Norðurlöndum. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Íslenskir dómarar í UEFA-bikarnum á fimmtudag - 26.7.2006

Tveir íslenskir dómarakvartettar verða að störfum í UEFA-bikarnum á fimmtudag.  Jóhannes Valgeirsson verður dómari í leik FBK Kaunas og Portadown og Garðar Örn Hinriksson dæmir viðureign Derry City og IFK Göteborg.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Hverjir fá viðurkenningar fyrir umferðir 7-12? - 26.7.2006

Hvaða leikmenn þykja hafa staðið sig best í umferðum 7-12 í Landsbankadeild karla?  Hvaða stuðningsmenn hljóta viðurkenningu fyrir umferðirnar?  Allt þetta kemur í ljós miðvikudaginn 2. ágúst.

Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Valur og ÍA í eldlínunni á fimmtudag - 26.7.2006

Valur og ÍA verða í eldlínunni á fimmtudag þegar síðari leikir liðanna í 1. umferð forkeppni UEFA-bikarsins fara fram.  Valsarar mæta Bröndby á Laugardalsvelli, en Skagamenn taka á móti Randers.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Tveimur leikjum breytt vegna tónleika Sigurrósar - 25.7.2006

Tveimur leikjum í Landsbankadeild karla hefur verið breytt vegna útitónleika hljómsveitarinnar Sigurrósar á Klambratúni í Reykjavík sunnudaginn 30. júlí.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH-ingar mæta Legia á miðvikudag - 25.7.2006

Íslandsmeistarar FH mæta pólska liðinu Legia frá Varsjá í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA á miðvikudag.  Leikurinn fer fram í Kaplakrika og hefst kl. 18:30.  Um er að ræða fyrri viðureign liðanna. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

KR-ingar fjórða liðið í undanúrslit - 25.7.2006

KR-ingar urðu á mánudagskvöld fjórða liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum VISA-bikars karla.  Þeir lögðu Eyjamenn í vítaspyrnukeppni.  Áður höfðu Víkingar, Þróttarar og Keflvíkingar tryggt sér sæti í undanúrslitum.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leik FH og Breiðabliks í Landsbankadeild kvenna breytt - 24.7.2006

Vegna undirbúnings Evrópuleiks FH gegn Legia frá Varsjá í forkeppni Meistaradeildar UEFA hefur viðureign FH og Breiðabliks í Landsbankadeild kvenna verið breytt. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Bikarmeistararnir úr leik - 24.7.2006

Á sunnudag hófust 8-liða úrslit VISA-bikars karla með þremur leikjum.  Víkingar lögðu bikarmeistara Vals í Laugardalnum, Þróttarar burstuðu KA-menn á Akureyri og Keflvíkingar höfðu betur gegn Skagamönnum í markaleik á Akranesi.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Breyting hjá körlunum í Landsbankadeildinni - 22.7.2006

Vegna leiks FH og Legia frá Varsjá 2. ágúst í forkeppni meistaradeildar Evrópu hefur eftirfarandi leik verið breytt: Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Átta liða úrslit VISA-bikarsins framundan - 22.7.2006

Spennan magnast í VISA-bikarnum en leikið verður í 8-liða úrslitum á sunnudag og mánudag.  Mikið liggur undir hjá liðunum er eftir eru í VISA-bikarnum og á mánudagskvöldið liggur fyrir hvaða lið komast í undanúrslit. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir Austurríki-Belgía - 21.7.2006

Kristinn Jakobsson mun dæma leikinn Austurríki - Belgía í A-riðli keppninnar næstkomandi sunnudag 23. júlí kl. 18:00 að íslenskum tíma. Liðið sem sigrar fer áfram í undanúrslit, en það sem tapar verður úr leik.
 
Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Breyting í Landsbankadeild karla - 20.7.2006

Eftirfarandi leikur verður í beinni sendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Af þeim sökum hefur dagsetningu sem og leiktíma verið breytt.

Lesa meira
 
FH

FH í aðra umferð Meistaradeildarinnar - 20.7.2006

Íslandsmeistarar FH komust í gær í aðra umferð Meistaradeildar Evrópu með því að gera jafntefli við TVMK frá Tallin.  Samanlagt sigruðu FH með fjórum mörkum gegn þremur og mæta þeir Legia Varsjá, frá Póllandi, í annarri umferð. Lesa meira
 
FH

FH tekur á móti TVMK Tallinn í kvöld - 19.7.2006

Íslandsmeistarar FH taka á móti eistnesku meisturunum í TVMK Tallinn í kvöld á Kaplakrikavelli.  Leikurinn, er hefst kl. 19:15, er seinni leikur liðanna í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu.  FH-ingar unnu fyrri leikinn, 3-2. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Póllandi í dag - 18.7.2006

Kristinn Jakobsson dæmir í dag leik Tyrklands og Spánar í úrslitakeppni Evrópumóts U19 landsliða en mótið fer fram í Póllandi.  Leikurinn fer fram í bænum Grodzisk Wielkopolski og verður sýndur beint á Eurosport kl. 16:00 að ísl. tíma.  Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Póllandi - 17.7.2006

Kristinn Jakobsson verður dómari í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða U19, sem fram fer í Póllandi  dagana 18. til 29. júlí næstkomandi.  Auk Kristins verða á mótinu 5 erlendir dómarar. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Valur og ÍA töpuðu bæði í Danmörku - 14.7.2006

Valur og ÍA töpuðu bæði fyrri leikjum sínum í fyrstu umferð Evrópukeppni félagslíða.  Bæði liðin öttu kappi við dönsk lið, Valur við Bröndby og ÍA við Randers.  Valsmenn töpuðu 3-1 og Skagamenn 1-0. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Heiðursfélagi fallinn frá - 12.7.2006

Einar Sæmundsson, fyrrverandi formaður KR og heiðursfélagi KSÍ, lést 3. júlí síðasliðinn og var jarðsunginn í gær.  Einar var formaður KR í sautján ár og var sæmdur heiðurskrossi KSÍ árið 1969. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Íslensk lið í eldlínunni í Danmörku - 12.7.2006

Valsmenn og Skagamenn eru komnir til Danaveldis og verða bæði liðin í eldlínunni í dag, fimmtudag.  Valsmenn mæta Bröndby en Skagamenn leika gegn Randers.  Leikirnir eru fyrri leikir liðanna í fyrstu umferð Evrópukeppni félagsliða. Lesa meira
 
FH

FH-ingar sigruðu TVMK Tallin í Eistlandi - 11.7.2006

Íslandsmeistarar FH sigruðu kollega sína frá Eistlandi, TVMK Tallin í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu en leikið var ytra.  Lokatölur urðu 2-3 og skoraði Atli Guðnason sigurmark FH-inga í uppbótartíma. Lesa meira
 
FH

Íslandsmeistararnir spila í Eistlandi - 10.7.2006

Íslandsmeistarar FH hefja þátttöku sína í Meistaradeild Evrópu á morgun, þriðjudag, þegar þær sækja TVMK Tallinn heim.  Þetta er fyrri leikur liðanna en seinni leikurinn fer fram miðvikudaginn 19. júlí á Kaplakrikavelli. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Breyttir leiktímar í Landsbankadeild karla - 10.7.2006

Neðangreindir leikir verða sjónvarpsleikir 11. umferðar í Landsbankadeild karla, því breytast tímasetningar.

Lesa meira
 
UEFA

Dregið í riðla í Evrópukeppni félagsliða kvenna - 6.7.2006

Dregið hefur verið í riðla fyrir forkeppni í Evrópukeppni félagsliða kvenna.  Íslandsmeistarar Breiðabliks eru á meðal þátttakenda og eru Blikar í riðli með liðum frá Portúgal, Austurríki og Norður-Írlandi. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Seinni hluti Landsbankadeildar karla hefst i kvöld - 6.7.2006

Íslandsmeistarar FH taka á móti KR í kvöld en leikurinn markar upphaf að seinni hluta Landsbankadeildar karla.  Fleiri spennandi leikir eru á dagskránni, m.a. er lokaleikur 16. liða úrslita VISA-bikarsins en þá mætast Leiknir og Keflavík. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Frá Aganefnd KSí - 5.7.2006

Vegna mistaka við skráningu atvika úr leik Grindavíkur og KR í Landsbankadeild karla frá 22. júní sl., láðist að skrá áminningu á Óla Stefán Flóventsson.  Óli Stefán hefur hlotið 4 áminningar í sumar.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Fylkisvelli

Fimm leikir á fimm leikdögum - 4.7.2006

Sú óvenjulega staða kemur upp með leiki 10. umferðar Landsbankadeildar karla að leikirnir fimm dreifast á fimm leikdaga.  Umferðin hefst með leik FH og KR fimmtudaginn 6. júlí og lýkur fimmtudaginn 13. júlí með leik Keflavíkur og ÍBV. Lesa meira
 
Helena Ólafsdóttir, þjálfari KR, og Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals

Dregið í 8-liða úrslitum í VISA-bikarnum - 4.7.2006

Í dag var dregið í 8. liða úrslitum í VISA-bikarnum og fór drátturinn fram á Hótel Loftleiðum. Margir athygliverðir leikir eru á dagskránni og verða leikdagar staðfestir hér á síðunni síðar í dag. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Breytingar á leikjum í Landsbankadeild karla og kvenna - 3.7.2006

Eftirfarandi leikjum í Landsbankadeild karla og kvenna hefur verið breytt og eru ástæðurnar af ýmsum toga.  Er bæði um að ræða breytingar á tíma sem og breytingum á dagsetningum. Lesa meira
 
Intertoto-keppnin

Keflvíkingar lutu í lægra haldi í Noregi - 2.7.2006

Keflvíkingar léku fyrri leik sinn í annari umferð Inter-Toto keppninnar í gær. Lutu þeir í lægra haldi gegn Lilleström frá Noregi, 4-1. Það var Stefán Örn Arnarson er gerði mark Keflvíkinga. Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög