Mótamál

VISA-bikarinn

VISA-bikar kvenna og karla í algleymingi - 30.6.2006

Í gær hófst önnur umferð VISA-bikar kvenna með þremur leikjum.  Henni lýkur svo í kvöld með tveimur leikjum.  Þá hefjast 16. liða úrslit VISA-bikars karla á sunnudaginn með fimm leikjum. Lesa meira
 
Fífan

Lítil hætta á heilsuskaða - 30.6.2006

Umhverfisstofa hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hún telur ekki ástæðu til aðgerða vegna gúmmís úr bíldekkjum er notuð eru í gervigrasvelli.  Kemur þessi tilkynning í kjölfar erindis er stofnuninni barst á dögunum. Lesa meira
 
Jóhannes Valgeirsson

Íslenskir dómarar í útrás - 29.6.2006

Íslenskir dómarar verða í eldlínunni um helgina og bregða undir sig betri fætinum.  Jóhannes Valgeirsson dæmir leik Tampere og Kalmar FF í 2. umferð Inter-Toto keppninnar.  Erlendur Eiríksson dæmir svo leik Trelleborg og IF Brommapojkarna. Lesa meira
 
Stemmning hjá áhorfendum

Upp úr sófunum - allir á völlinn - 28.6.2006

Í kvöld hefst 9. umferð í Landsbankadeild karla með fjórum leikjum.  Umferðinni lýkur svo á morgun en þá hefst einnig 2. umferð í VISA-bikar kvenna.  Einnig eru fjölmargir leikir í öðrum deildum og flokkum um allt land. Lesa meira
 
Vidurkenningar_LDkvenna_1_7_2006

Ásta Árnadóttir valin besti leikmaðurinn - 28.6.2006

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir fyrstu sjö umferðirnar í Landsbankadeild kvenna.  Valsarar voru áberandi í því vali en sex leikmenn frá þeim eru í úrvalsliðinu ásamt því að eiga besta leikmanninn. Lesa meira

 
Intertoto-keppnin

Keflvíkingar mæta Lilleström í Inter-Toto - 27.6.2006

Keflvíkingar mæta Lilleström frá Noregi í 2. umferð Inter-Toto keppninnar.  Þetta var ljóst eftir að Keflavík gerði markalaust jafntefli við Dungannon Swifts í Belfast.  Leikirnir fara fram 1. og 9. júlí og er fyrri leikurinn ytra. Lesa meira
 
Úr leik Gróttu og GG í 3. deild karla

Breytingar á leikjum merktar með rauðu - 27.6.2006

Eins og glöggir notendur vefsins hafa eflaust tekið eftir eru sumir leikir á mótasíðum merktir með rauðu letri.  Um er að ræða leiki sem hafa breyst frá upphaflegri niðurröðun.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Breyting á leikjum í Landsbankadeild karla - 26.6.2006

Vegna þátttöku Keflavíkur í TÓTÓ-keppninni hefur tveimur leikum þeirra verið breytt.  Eru þetta leikir Keflavíkur gegn Breiðabliki annarsvegar og gegn ÍBV hinsvegar. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Valur og ÍA bæði til Danmerkur - 23.6.2006

Í dag var dregið í fyrstu umferð UEFA keppninnar og fór drátturinn fram í Sviss.  Íslensku liðin voru tvo í pottinum og drógust Valsmenn gegn Bröndby frá Danmörku og Skagamenn gegn Randers, einnig frá Danmörku. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH mætir TVMK Tallinn frá Eistlandi - 23.6.2006

Það verður TVMK Tallinn sem verður andstæðingur Íslandsmeistara FH í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu.  Einnig var dregið í aðra umferð og mun sigurvegari þessarar viðureignar mæta þar Legia Varsjá frá Póllandi. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Viðurkenningar í Landsbankadeild kvenna - 22.6.2006

Næsta mánudag lýkur 7. umferð Landsbankadeildar kvenna og fer afhending viðurkenninga fyrir umferðirnar fram í Iðnó í hádeginu miðvikudaginn 28. júní.  Í Landsbankadeild kvenna eru tímabilin tvö: 1. - 7. umferð og 8. - 14.  umferð Lesa meira
 
Frá afhendingu verðlaunanna 2005

Alþjóðleg stuðningsmannaverðlaun - 22.6.2006

Á síðasta ári voru sett á fót sérstök alþjóðleg verðlaun til stuðningsmanna í knattspyrnu, veitt af borgaryfirvöldum í Brussel í Belgíu, með stuðningi UEFA. Lesa meira
 
FH

Ámælisverð framkoma stuðningsmanna FH - 21.6.2006

Aganefnd KSÍ tók fyrir skýrslur frá eftirlitsmanni KSÍ og dómurum vegna framkomu stuðningsmanna FH í leik FH og ÍBV í Landsbankadeild karla 15. júní sl. á fundi sínum 20. júní. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrskurður aganefndar vegna ummæla þjálfara - 21.6.2006

Framkvæmdastjóri KSÍ ákvað að vísa ummælum tveggja þjálfara til aganefndar vegna ósæmilegra ummæla um dómara á opinberum vettvangi í kjölfar leikja í 6. umferð Landsbankadeildar karla.  Lesa meira
 
UEFA

Fundur UEFA í Reykjavík frestast til 2007 - 21.6.2006

UEFA hefur ákveðið í samráði við KSÍ að fundur framkvæmdastjórnar UEFA sem halda átti í Reykjavík 11. og 12. júlí nk. verði fluttur til Berlínar. Þess í stað mun framkvæmdastjórn UEFA funda í Reykjavík 11. og 12. júní 2007.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Dregið í Meistardeildina og UEFA keppnina - 20.6.2006

Föstudaginn 23. júní, verða íslensku liðin FH, Valur og ÍA í eldlínunni þegar dregið verður í Meistaradeild Evrópu og UEFA keppnina.  Drátturinn fer fram í höfuðstöðvum UEFA í Sviss. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Breyttur leiktími í Landsbankadeild karla - 19.6.2006

Leiktíma í tveimur leikjum Landsbankadeildar karla hefur verið breytt vegna beinna sjónvarpsútsendinga.  Eru þetta leikir Fylkis og ÍBV annarsvegar og Vals og KR hinsvegar. Lesa meira
 
VISA_2006_16lida_AtliogSiggi

Dregið í 16 liða úrslitum VISA-bikarsins - 19.6.2006

Í hádeginu í dag á Hótel Loftleiðum, var dregið í 16 liða úrslitum VISA-bikarsins. Alls höfðu sex lið höfðu unnið sér sæti í aðalkeppninni og núna bættust Landsbankadeildarliðin tíu í slaginn.

Lesa meira
 
Intertoto-keppnin

Keflvíkingar í góðri stöðu - 17.6.2006

Keflvíkingar eru í góðri stöðu í Intertoto-keppninni eftir 4-1 sigur á Dungannon Swifts frá Norður-Írlandi í fyrri leik liðanna í 1. umferð keppninnar.  Síðari leikurinn fer fram ytra eftir viku.

Lesa meira
 
Intertoto-keppnin

Evrópuleikur í Keflavík á Laugardag - 16.6.2006

Keflvíkingar mæta liði Dungannon Swifts frá Norður-Írlandi í Intertoto-keppninni á Keflavíkurvelli á laugardag, þjóðhátíðardaginn sjálfan.  Leikurinn hefst kl. 17:00 og er fólk hvatt til að skella sér á fyrsta Evrópuleik sumarsins. Lesa meira
 
akvennahollandIMG_0362

ÍSLAND - PORTÚGAL - 16.6.2006

Laugardalsvöllur verður vettvangur leiks Íslands og Portúgals í undankeppni fyrir HM 2007.  Leikurinn verður sunnudaginn 18. júní kl. 16:00 og er þetta 100 A landsleikur kvenna.  Aðgangur á leikinn er ókeypis og er fólk hvatt til að fjölmenna. Lesa meira
 
Þeir svartklæddu eru stundum grænklæddir ...

Skortur á skýrslum og skori - 15.6.2006

Á hverjum degi fær skrifstofa Knattspyrnusambandsins fjölda símtala og fyrirspurna vegna úrslita og leikskýrslna er skila sér seint og illa.  Knattspyrnusambandið ítrekar óskir sinna til félaga að þau skili upplýsingum fljótt og vel. Lesa meira
 
HK

Fossvogsmót HK fyrir 3. - 7. flokk kvenna - 14.6.2006

Fossvogsmót HK fyrir 3., 4., 5., 6. og 7. flokk kvenna verður haldið í Fagralundi í Kópavogi dagana 25.-27. ágúst 2006.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Undanúrslitum í VISA bikar karla breytt - 14.6.2006

Mótanefnd KSÍ hefur tekið þá ákvörðun að færa undanúrslitaleiki VISA-bikars karla frá 2. - 3. ágúst til 27. og 28. ágúst. Leikir félaga í deildarkeppni sem rekast á við þessa leiki verða færðir og leiknir í fyrrihluta september. Lesa meira
 
Knattspyrnusnillingar framtíðarinnar

Húsasmiðjumót Hattar - 14.6.2006

Húsasmiðjumót Hattar í 7. aldursflokki verður haldið á Vilhjálmsvelli sunnudag 25. júní.  Mótið hefst stundvíslega kl. 12.00 á hádegi. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Fjórða umferð VISA-bikarsins hafinn - 14.6.2006

Fjórða umferð VISA-bikar karla hófst í gærkvöldi þegar að Fjarðabyggð lagði Sindra. Umferðin heldur svo áfram í kvöld og lýkur með tveimur leikjum á morgun. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Viktor Bjarki valinn bestur - 13.6.2006

Líkt og undanfarin ár verða veittar viðurkenningar fyrir ákveðnar umferðir í Landsbankadeild karla þar sem valið verður í samstarfi við fjölmiðla,lið umferðanna (11 leikmenn), besti leikmaður, besti þjálfari og besti dómari. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Breyttur leiktími á ÍBV - KR - 12.6.2006

Leiktíma viðureignar ÍBV og KR í Landsbankadeild karla hefur verið breytt og fer hann nú fram á Hásteinsvelli í kvöld, mánudagskvöld kl. 20:00.  Leikurinn átti upphaflega að fara fram á laugardag. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

ÍBV - KR frestað aftur - 11.6.2006

Viðureign ÍBV og KR í Landsbankadeild karla, sem fara átti fram á sunnudag, hefur verið frestað til mánudags vegna ófærðar.  Leikurinn fer því fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum mánudaginn 12. júní kl. 19:15. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leik ÍBV og KR frestað til sunnudags - 10.6.2006

Leik ÍBV og KR í 6. umferð Landsbankadeildar karla, sem fara átti fram á laugardag, hefur verið frestað vegna ófærðar.  Leikurinn fer fram á sunnudag á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum kl. 16:30. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA-bikar kvenna hefst í kvöld - 9.6.2006

Leikið verður í VISA-bikarkeppni kvenna í kvöld og eru það fyrstu leikirnir í keppninni.  ÍR tekur á móti GRV, Höttur á móti Þór/KA og Haukar taka á móti Ægi.  Allir leikirnir hefjast kl. 20:00. Lesa meira
 
Knattspyrnusnillingar framtíðarinnar

Polla- og Hnátumót KSÍ 2006 - 8.6.2006

Riðlakeppni í Polla- og Hnátumóti KSÍ 2006 verður leikin um allt land og hefst strax í næstu viku.  Umsjónarfélag er skipað með hverjum riðli og hafa félögin sent inn dagsetningar til KSÍ. Lesa meira
 
UEFA

Forseti UEFA hyggst tilkynna ákvörðun sína í Reykjavík - 7.6.2006

Á fundi aðildalanda UEFA í gær, er haldinn var í Munchen í tengslum við þing FIFA, gaf forseti UEFA út að hann mundi tilkynna á næsta fundi framkvæmdarstjórnar hvort hann gæfi kost á sér til endurkjörs Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Fimmtu umferð Landsbankadeildar lýkur í kvöld - 6.6.2006

Fjölmargir leikir fóru fram í gærkvöldi og meðal þeirra voru fjórir leikir í Landsbankadeild karla.  Umferðinni lýkur í kvöld með leik KR og Breiðabliks á KR-vellinum.  Fjölmargir leikir eru einnig í öðrum deildum. Lesa meira
 
fotboltasumard2006

Fótboltasumarið 2006 komið út - 6.6.2006

Tímaritið Fótboltasumarið 2006 er komið út í fjórða skiptið.  Er blaðið sérlega glæsilegt, stútfullt af efni um íslenska knattspyrnu sem og ríkulega myndskreytt.  Eins og áður er blaðinu dreift frítt. Lesa meira
 
UEFA

Viltu starfa í kringum UEFA fund? - 6.6.2006

Framkvæmdastjórn Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) mun funda á Íslandi 10. - 13. júlí og mun KSÍ með margvíslegum hætti koma að framkvæmd fundarins og tengdra viðburða.
 
Lesa meira
 
UEFA

Svíar unnu háttvísikeppni UEFA - 2.6.2006

Svíar unnu háttvísikeppni UEFA tímabilið 2005/06 og fá því aukasæti í UEFA-bikarnum á komandi tímabili. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í VISA-bikarnum í hádeginu - 2.6.2006

Í dag var dregið í 4. umferð VISA-bikarkeppninnar og fara leikirnir fram dagana 14.-16. júní. Það er ljóst að mikil barátta verður í leikunum sex, ekki síst í Breiðholtinu og á Akureyri. Lesa meira
 
ÍA

Skagamenn heiðraðir - 2.6.2006

Í tilefni af 60 ára afmæli ÍA voru 10 einstaklingar sæmdir heiðursmerkjum KSÍ.  Eru þetta allt einstaklingar sem hafa verið ómetanlegir fyrir knattspyrnuna á Akranesi sem og knattspyrnuhreyfinguna í heild. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Fjör í félagaskiptum - 1.6.2006

Nýliðinn maímánuður var ákaflega fjörugur varðandi félagaskipti leikmanna.  Alls afgreiddi skrifstofa KSÍ 415 félagaskipti í maímánuði og lá mikið á flestum þeirra.  Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA-bikarinn heldur áfram í kvöld - 1.6.2006

Þriðja umferð VISA-bikarsins hélt áfram í gær þegar að sjö leikir voru leiknir. Umferðinni lýkur í kvöld með þremur leikjum. Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög