Mótamál

Landsbankadeildin

Ný stjórn SED kjörin - 31.3.2006

Á fundi formanna og framkvæmdastjóra félaga í Landsbankadeild karla, sem fram fór í dag, föstudag, var kjörin ný stjórn SED - Samtaka félaga í efstu deild.  Jónas Þórhallsson úr Grindavík var endurkjörinn formaður.

Lesa meira
 
Vefur KSÍ

Vefstjórar athugið! XML-vefþjónusta opnuð á ksi.is - 31.3.2006

Sett hefur verið upp XML-vefþjónusta af ksi.is fyrir vefsíður.  Þannig er hægt að nálgast á vefnum mótaupplýsingar til að setja upp á öðrum vefsíðum, sem verða þá beintengdar við gagnagrunn KSÍ. Lesa meira
 
Special Olympics European Football Week

Íslandsleikar Glitnis og Special Olympics - 31.3.2006

Íslandsleikar Glitnis og Special Olympics fara fram í Laugardalshöll laugardaginn 1. apríl.  Special Olympics eru alþjóðasamtök þroskaheftra íþróttamanna og er Íþróttasamband fatlaðra fulltrúi samtakanna hér á landi.  Lesa meira
 
Afríka

Ólöglegur leikmaður með Afríku gegn Hvíta riddaranum - 30.3.2006

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Helgé Haahr lék ólöglegur með liði Afríku í leik gegn Hvíta Riddaranum í Deildarbikar karla þriðjudaginn 21. mars.

Lesa meira
 
Keflavík

Ólöglegur leikmaður með Keflavík gegn Stjörnunni - 29.3.2006

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Whitney Ivey lék ólögleg með liði Keflavíkur í leik gegn Stjörnunni í Deildarbikar kvenna sunnudaginn 19. mars síðastliðinn. Lesa meira
 
Grótta

Ólöglegir leikmenn með Gróttu gegn Sindra - 29.3.2006

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að tveir leikmenn léku ólöglegir með liði Gróttu í leik gegn Sindra í Deildarbikarnum laugardaginn 25. mars síðastliðinn.

Lesa meira
 
FH

Úrskurðaðir í tveggja mánaða bann - 29.3.2006

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 27. mars að úrskurða þjálfara meistaraflokks kvenna hjá FH í tveggja mánaða leikbann og einn meðlim kvennaráðs félagsins í tveggja mánaða bann frá öllum stjórnunarstörfum í knattspyrnu.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Stjórn KSÍ samþykkti tillögur leyfisráðs um sektir - 29.3.2006

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 27. mars, að fengnum tillögum Leyfisráðs, að sekta þrjú félög í Landsbankadeild karla vegna dráttar á skilum á fjárhagslegum leyfisgögnum til Leyfisstjóra KSÍ. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Þór/KA í Landsbankadeild kvenna 2006 - 28.3.2006

Sameiginlegt lið Akureyrarliðanna Þórs og KA hefur þegið boð stjórnar KSÍ um þátttöku í Landsbankadeild kvenna 2006.  Þór/KA kemur því í stað liðs ÍBV, en staðfest var á mánudag að Eyjastúlkur yrðu ekki með í deildinni. Lesa meira
 
Leikmenn Real Madrid hita upp fyrir leikinn

Sá leik Arsenal og Real Madrid í Meistaradeildinni - 28.3.2006

Síðastliðið haust vann Regína Einarsdóttir 1. vinning í boðsmiðaleik Landsbankans, ferð fyrir fjóra á leik í Meistaradeild UEFA.  Regína bauð þremur fjölskyldumeðlimum með sér á viðureign Arsenal og Real Madrid.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

ÍBV ekki með í Landsbankadeild kvenna 2006 - 27.3.2006

Nú er orðið ljóst að ÍBV mun ekki taka þátt í Landsbankadeild kvenna 2006.  Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum á mánudag að bjóða Þór/KA sæti í deildinni í stað ÍBV. Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Víking vantar þjálfara fyrir 3. flokk kvenna - 27.3.2006

Unglingaráð knattspyrnudeildar Víkings R. óskar eftir að ráða metnaðarfullan og öflugan þjálfara fyrir 3. flokk kvenna. Umsækjendur þurfa að hafa reynslu af þjálfun og tilskilin réttindi frá KSÍ eða sambærilega menntun.

Lesa meira
 
Reykjaneshöll

Mikil spenna í báðum riðlum A-deildar karla - 27.3.2006

Mikil spenna er í báðum riðlum A-deildar í Deildarbikarkeppni karla og útlit fyrir að ekki ráðist fyrr en í lokaumferðinni hvaða lið komast í undanúrslit. Í A-deild kvenna eru Íslands- og bikarmeistarar Breiðabliks í efsta sæti. Lesa meira
 
ÍBV

ÍBV hættir þátttöku í deildarbikar kvenna - 23.3.2006

ÍBV hefur hætt þátttöku í meistaraflokki kvenna í Deildarbikarkeppni KSÍ.  Allir leikir liðsins í mótinu falla því niður.  Skýrast mun á næstu dögum hvernig þátttöku ÍBV í Landsbankadeild kvenna næsta sumar verður háttað.

Lesa meira
 
ÍH

Ólöglegur leikmaður með ÍH gegn Víði - 22.3.2006

Skrifstofa KSÍ hefur staðfest að Valur Rafn Valgeirsson lék ólöglegur með liði ÍH í leik gegn Víði í Deildarbikarnum sunnudaginn 12. mars síðastliðinn, en hann er skráður í danskt félag.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Faxaflóamót 2006 í 6. og 7. flokki - 20.3.2006

Faxaflóamót í 6. og 7. flokki verða leikin í hraðmótsformi um helgar í maí og er hér með óskað eftir félögum sem vilja taka að sér umsjón á riðlum.  Riðlaskipting og leikjaniðurröðun er í höndum KSÍ og mun liggja fyrir í apríl.

Lesa meira
 
Þessir verða í fríi 24. júlí - 9. ágúst

Sumarfrí í yngri flokkum 2006 - 15.3.2006

Mótanefnd KSÍ tekið þá ákvörðun varðandi niðurröðun leikja sumarið 2006 að engir leikir verði á tímabilinu 24. júlí - 9. ágúst í 4. flokki og yngri aldursflokkum.  Hér er eingöngu átt við leiki á vegum KSÍ en ekki opin mót aðildarfélaga.

Lesa meira
 
Opin mót félaga eru vinsæl hjá yngri kynslóðinni

Knattspyrnumót sumarsins 2006 - 15.3.2006

Knattspyrnumót sumarsins 2006 hafa verið birt hér á vefnum.  Félög eru vinsamlegast beðin um að skoða sína leiki og koma athugasemdum á framfæri í síðasta lagi sunnudaginn  26. mars. Lesa meira
 
Magni

Ólöglegir leikmenn með Magna gegn Hetti - 15.3.2006

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að tveir leikmenn léku ólöglegir með liði Magna í leik gegn Hetti í Deildarbikar karla sunnudaginn 12. mars síðastliðinn.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Ný riðlaskipting í 3. deild karla 2006 - 13.3.2006

Ákveðin hefur verið ný riðlaskipting í 3. deild karla.  Snörtur hefur hætt við þátttöku og Snæfell hefur verið samþykkt til keppni, auk þess sem fram komu óskir félaga á Austurlandi um að áður útgefin riðlaskipting yrði endurskoðuð.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Keppnisleyfi leikmanna - 13.3.2006

Af gefnu tilefni vill KSÍ minna aðildarfélög sín á að leikmenn eru ekki hlutgengir til leiks með nýju félagi fyrr en keppnisleyfi hefur verið gefið út og ekki er hægt að treysta á það að keppnisleyfi séu gefin út um helgar.

Lesa meira
 
Frá KR-velli

Öllum 10 félögunum veitt þátttökuleyfi - 13.3.2006

Leyfisráð samþykkti á fundi sínum fimmtudaginn 9. mars þátttökuleyfi til handa þeim 10 félögum sem unnið höfðu sér rétt til að leika í Landsbankadeild karla 2006.  Félögin verða að uppfylla kröfur sem settar eru fram í leyfishandbók KSÍ.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Hefur þú brennandi áhuga á knattspyrnu? - 8.3.2006

KSÍ óskar að ráða starfsmann á skrifstofu sambandsins frá og með 1. apríl næstkomandi.  Meginverkefnin eru störf sem tengjast mótamálum, ásamt því að hafa umsjón með vef KSÍ.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Riðlaskipting 1. deildar kvenna 2006 - 7.3.2006

Riðlaskipting í 1. deild kvenna 2006 hefur verið ákveðin.  Alls leika fimmtán lið í deildinni, sem er aukning um þrjú frá síðasta ári.  Í A-riðli leika átta lið af Suður- og Vesturlandi og í B-riðli eru sjö lið af Norður- og Austurlandi. Lesa meira
 
Haukar

Haukar sigurvegarar í neðri deild RM kvenna - 7.3.2006

Haukar tryggðu sér um liðna helgi efsta sætið í Neðri deild Reykjavíkurmóts meistaraflokks kvenna með því að leggja ÍR með tveimur mörkum gegn engu.

Lesa meira
 
Valur Reykjavík

Ólöglegur leikmaður Vals gegn Breiðabliki - 7.3.2006

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Katrín Jónsdóttir lék ólögleg með liði Vals í leik gegn Breiðabliki í Deildarbikarnum sunnudaginn 5. mars síðastliðinn. 

Lesa meira
 
FH

Lék ólögleg með FH gegn Stjörnunni - 7.3.2006

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Sóley Þráinsdóttir lék ólögleg með liði FH í leik gegn Stjörnunni í Deildarbikarnum laugardaginn 4. mars síðastliðinn.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Öll mót sem KRR hefur skipulagt frá upphafi - 3.3.2006

Túliníusarmót, Miðsumarsmót, Walters-keppnin, Watson-keppnin, Knattspyrnuhorn Íslands - Koma þessi mót einhverjum kunnuglega fyrir sjónir?  Allt eru þetta mót sem skipulögð hafa verið af Knattspyrnuráði Reykjavíkur.

Lesa meira
 
Fram

Framarar Reykjavíkurmeistarar 2006 - 3.3.2006

Framarar eru Reykjavíkurmeistarar mfl. karla 2006 eftir 2-0 sigur á Víkingum í úrslitaleik.  Bæði mörk leiksins komu í fyrri hálfleik, það fyrra eftir um hálftíma leik, en það síðara beint úr aukaspyrnu rétt fyrir hlé. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Niðurröðun í Faxaflóamóti 2006 staðfest - 2.3.2006

Leikjaniðurröðun í Faxaflóamóti yngri flokka 2006 hefur verið staðfest og má skoða í hér á vefnum.  Athugið að hægt er að afmarka leit að leikjum og mótum með ýmsum hætti.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins í kvöld - 2.3.2006

Fram og Víkingur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts mfl. karla í Egilshöll í kvöld, fimmtudagskvöld. Verði jafnt að loknum venjulegum leiktíma verður framlengt og verði enn jafnt verður gripið til vítaspyrnukeppni.

Lesa meira
 
Rautt og gult spjald

Minnt á að leikbönn í Deildarbikarnum eru sjálfkrafa - 1.3.2006

Ný reglugerð fyrir Deildarbikarkeppni KSÍ var gefin út áður en mótið hófst og eru þátttökufélög minnt á að leikbönn í Deildarbikarnum eru sjálfkrafa, þannig að ekki verður tilkynnt um þau sérstaklega. Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög