Mótamál

Þeir svartklæddu eru stundum grænklæddir ...

ABC-dómarar KSÍ 2006 - 30.11.2005

Dómaranefnd KSÍ hefur lokið við flokkun landsdómara sambandsins fyrir árið 2006, en þeim er raðað í þrjá flokka - A, B og C.  Nokkrar breytingar eru á listanum milli ára.

Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Hvaða lið hampa sigri á innimótunum 2005? - 30.11.2005

Um næstu helgi fer fram keppni í 1. deildum karla og kvenna innanhúss og ræðst þar hvaða lið verða Íslandsmeistarar innanhúss í meistaraflokkum 2005.  Keppni í 3. deild karla fer fram á sunnudag. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Háttvísimat eftirlitsmanna 2005 - 28.11.2005

KSÍ leggur mikla áherslu á háttvísi innan vallar sem utan. Í Landsbankadeild karla gefa eftirlitsmenn KSÍ liðunum einkunn eftir hvern leik sem tekur mið af ýmsum þáttum.

Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Keppni í 2. og 4. deild innanhúss lokið - 28.11.2005

Keppni í 2. og 4. deild karla á Íslandsmótinu innanhúss fór fram um helgina í íþróttahúsinu í Austurbergi í Breiðholti í Reykjavík.  Leiknir R., Fylkir, Grótta og Víkingur R. tryggðu sér sæti í 1. deild að ári. Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Keppt í 2. og 4. deild karla um helgina - 24.11.2005

Um helgina fer fram keppni í 2. og 4. deild karla á Íslandsmótinu innanhúss og er leikið í íþróttahúsinu í Austurbergi í Breiðholti.  Keppni í 4. deild fer fram á laugardag, en 2. deildin er leikin á sunnudag.

Lesa meira
 
SPORTFIVE

Sóttu vinnufund um markaðsmál - 23.11.2005

Fulltrúar KSÍ og formaður samtaka félaga í efstu deild karla (SED), ásamt fulltrúum Landsbankans og VISA, sóttu á mánudag vinnufund um markaðsmál í knattspyrnu hjá fyrirtækinu Sport Five í Hamborg í Þýskalandi.

Lesa meira
 
SPK

Jólamót Sparisjóðs Kópavogs 2005 - 23.11.2005

Jólamót Sparisjóðs Kópavogs verður haldið í 22. skipti dagana 27. - 30. desember næstkomandi og er keppt í öllum yngri flokkum karla og kvenna, frá 2. flokki til 7. flokks.  Leikið verður í Fífunni, Digranesi og Smáranum.

Lesa meira
 
Deildarbikarmeistarar kvenna 2005 - Valur

Deildarbikarkeppni KSÍ 2006 - 18.11.2005

Deildarbikarkeppni KSÍ fer af stað um miðjan febrúar og hafa öll félög sem sendu meistaraflokk til keppni á Íslandsmótinu 2005 heimild til að taka þátt.  Þátttaka skal tilkynnt í síðasta lagi föstudaginn 25. nóvember.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmót meistaraflokka 2006 - 18.11.2005

Reykjavíkurmót meistaraflokka karla og kvenna hefjast í lok janúar og er stefnt að því að riðlakeppni sé lokið áður en keppni í Deildabikar hefst. Þátttökutilkynningar þurfa að berast í síðasta lagi mánudaginn 28. nóvember.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Formenn og framkvæmdastjórar funduðu í Eyjum - 18.11.2005

Formenn og framkvæmdastjórar félaga í Landsbankadeild karla funduðu í Vestmannaeyjum á fimmtudag.  Rætt var um ýmis mál tengd Landsbankadeildinni 2005 annars vegar og 2006 hins vegar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Afreksstuðlar leikmanna 2006 - 17.11.2005

Samkvæmt reglugerð KSÍ um samninga og stöðu félaga og leikmanna hefur skrifstofa KSÍ gefið út afreksstuðla leikmanna og hafa þeir verið uppfærðir á vef KSÍ.

Lesa meira
 
Opin mót félaga eru vinsæl hjá yngri kynslóðinni

Opin mót félaga 2006 á ksi.is - 16.11.2005

Félögum sem halda opin mót 2006 er boðið að senda upplýsingar um viðkomandi mót til KSÍ líkt og áður á póstfangið ksi@ksi.is.  Munið eftir tengli á vefsíðu mótins, þar sem við á.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Jólamót KRR 2005 í Egilshöll - 15.11.2005

Jólamót KRR - Knattspyrnuráðs Reykjavíkur verða haldin í Egilshöll í desember.  Í ár verður gerð tilraun með að leika árgangaskipt í 5. flokki og yngri í 7 manna liðum samkvæmt reglum KSÍ í miniknattspyrnu.

Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Keppni í 2. og 3. deild kvenna innanhúss lokið - 14.11.2005

Keppni í 2. og 3. deild kvenna í innanhússknattspyrnu fór fram í íþróttahúsinu í Austurbergi á sunnudag.  Haukar og Sindri tryggðu sér sæti í 1. deild að ári, Grindavík og Ægir fóru upp í 2. deild.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Formannafundur á Nordica um liðna helgi - 14.11.2005

Síðastliðinn laugardag fór fram fundur með formönnum aðildarfélaga KSÍ og var hann haldinn á Hótel Nordica í Reykjavík.  Á fundinum var rætt um ýmis málefni sem tengjast knattspyrnunni hér á landi.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Hverjir mætast í fyrstu umferðunum? - 14.11.2005

Um helgina var dregið í töfluröð í landsdeildum karla og kvenna, þ.e. Landsbankadeildum karla og kvenna, 1. deild karla og 2. deild karla.  Óhætt er að segja að framundan séu margar spennandi viðureignir í öllum deildum. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Dregið í töfluröð fyrir landsdeildir 2006 - 11.11.2005

Laugardaginn 12. nóvember verður dregið í töfluröð fyrir landsdeildir 2006, þ.e. Landsbankadeild karla, Landsbankadeild kvenna, 1. deild karla og 2. deild karla.  Drátturinn fer fram Hótel Nordica kl. 13:00. Lesa meira
 
HK

Tindsmót HK haldið í annað sinn - 11.11.2005

Knattspyrnudeild HK og Bókaútgáfan Tindur halda mót fyrir meistaraflokkslið í knattspyrnuhúsinu Fífunni í Kópavogi sunnudaginn 11. desember.  Leikið er í 7 manna liðum, en á stór mörk. 

Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Innimót meistaraflokka hefjast um helgina - 9.11.2005

Íslandsmót meistaraflokka í innanhússknattspyrnu fer af stað næstkomandi sunnudag þegar keppni í 2. og 3. deild kvenna fer fram í íþróttahúsinu í Austurbergi í Breiðholti.

Lesa meira
 
ESSO mót KA

Esso-mót KA 2006 - 8.11.2005

Esso-mót KA 2006 hefst miðvikudaginn 5. júlí og endar með kvöldvöku laugardaginn 8 júlí.  KA mun taka í notkun nýtt keppnissvæði sem gerir umgjörð mótsins enn glæsilegri.  Mótið sem fram fer næsta sumar er tuttugasta Esso-mótið og verða ýmsar skemmtilegar uppákomur í tengslum við það.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Formannafundur á Hótel Nordica á laugardag - 8.11.2005

Fundur með formönnum allra aðildarfélaga KSÍ fer fram á Hótel Nordica laugardaginn 12. nóvember næstkomandi kl. 10:00. Dregið verður í töfluröð í Landsdeildum karla og kvenna 2006 á sama stað kl. 13:00.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breyting á reglugerð fyrir innanhússknattspyrnu - 3.11.2005

Samkvæmt 19. grein laga KSÍ hefur stjórn sambandsins gert breytingar á keppnisfyrirkomulagi í meistaraflokki kvenna innanhúss. Opnað er á þann möguleika að fjölga deildum kvenna úr tveimur í þrjár.

Lesa meira
 
www.fifa.com

Íslenskir FIFA dómarar 2006 - 3.11.2005

FIFA hefur staðfest íslenskar tilnefningar á FIFA-lista yfir dómara og aðstoðardómara fyrir árið 2006.  Engar breytingar voru gerðar frá listanum á þessu ári. Lesa meira
 

Framhaldsskólamót - FB og Kvennó sigruðu - 2.11.2005

Úrslitakepni Framhaldsskólamótsins fór fram sl. laugardag. FB2 sigraði Borgarholtsskóla í úrslitaleik karla og í kvennaflokki lagði Kvennó lið MK í úrslitaleik. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Haustmótum KRR lokið - 1.11.2005

Haustmótum KRR (Knattspyrnuráðs Reykjavíkur) í öllum yngri aldursflokkum er lokið.
Lesa meira
 
Þessir eru mjög sáttir við gervigrasið ...

Ian Rush Icelandair Masters - 1.11.2005

Fótboltamótið Ian Rush Icelandair Masters verður haldið dagana 4.-5. nóvember nk. Mótið  sem er alþjóðlegt fótboltamót fyrir lengra komna byggir á Masters mótaröðinni sem haldin er á Englandi ár hvert. Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög