Mótamál

Fram

Laus þjálfarastörf hjá Fram - 30.9.2005

Knattspyrnudeild Fram leitar eftir þjálfurum sem vilja slást í hóp metnaðarfullra þjálfara sem nú þegar starfa hjá deildinni.  Æskilegt er að þjálfarar hafi reynslu við þjálfun barna og unglinga og hafi sótt þjálfaranámskeið hjá KSÍ.

Lesa meira
 
Egilshöll

Framhaldsskólamótið 2005 - Drög að niðurröðun - 30.9.2005

Drög að leikjaniðurröðun í Framhaldsskólamótinu má nú skoða hér á ksi.is.  Leikið er í Hafnarfirði og á Akureyri dagana 15. - 16. og 22. - 23. október.  Úrslitakeppni fer fram í Egilshöll laugardaginn 29. október.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Niðurröðun í Faxaflóamóti/Haust staðfest - 30.9.2005

Leikjaniðurröðun í Faxaflóamóti/Haust hefur verið staðfest og má skoða hana hér á ksi.is.  Skila þarf leikskýrslum fyrir hvern leik og hefðbundnar reglur gilda um breytingar á leikjum.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Hvaða leikmenn hafa skarað fram úr? - 29.9.2005

Á lokahófi KSÍ á Broadway næsta laugardag verður meðal annars kynnt niðurstaða kosningar leikmanna í Landsbankadeildum karla og kvenna á bestu og efnilegustu leikmönnum deildanna árið 2005.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Mesti áhorfendafjöldi á bikarúrslitaleik síðan 1999 - 27.9.2005

Áhorfendur á úrslitaleik Fram og Vals í VISA-bikar karla á Laugardalsvelli síðastliðinn laugardag voru alls 5.162.  Þetta er mesti áhorfendafjöldi síðan 1999 og voru áhorfendur í ár rúmlega 3.000 fleiri en í fyrra.

Lesa meira
 
ÍR

ÍR leitar eftir þjálfara fyrir 4. flokk karla - 27.9.2005

Unglingaráð ÍR óskar eftir að ráða áhugasaman þjálfara fyrir 4. flokk karla. Þjálfaramenntun er skilyrði og reynsla æskileg.  Iðkendur í 4. flokki karla eru á milli 50 og 60 og er aðstoðarþjálfari fyrir hendi. Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valur mætir Potsdam á Laugardalsvelli 9. október - 27.9.2005

Ákveðið hefur verið að fyrri leikur Vals og Potsdam í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða kvenna fari fram á Laugardalsvelli sunnudaginn 9. október.  Síðari leikurinn fer fram í Þýskalandi viku síðar. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn Jakobsson dæmir leik Groclin og Lens - 26.9.2005

Kristinn Jakobsson verður dómari í viðureign pólska liðsins Groclin og Lens frá Frakklandi í UEFA-bikarnum, en liðin mætast í Póllandi á fimmtudag.  Um er að ræða síðari viðureign liðanna.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Íslandsmót innanhúss 2006 - 26.9.2005

Íslandsmót meistaraflokka karla og kvenna innanhúss fara fram í nóvember og byrjun desember, en yngri flokkar leika í riðlakeppni í desember/janúar og úrslitakeppni í febrúar.

Lesa meira
 
Breiðablik

Blikar sigurvegarar í B-liðum 3. flokks karla - 24.9.2005

Breiðablik hampaði í dag sigri á Íslandsmóti B-liða 3. flokks karla með því að leggja Fylki í fjörugum úrslitaleik á Smárahvammsvelli í Kópavogi með sex mörkum gegn fimm.  Staðan í hálfleik var 3-1, Blikum í vil. Lesa meira
 
Valur Reykjavík

Valsmenn VISA-bikarmeistarar karla 2005 - 24.9.2005

Valsmenn lögðu í dag Framara með einu marki gegn engu í úrslitaleik VISA-bikars karla.  Baldur Aðalsteinsson gerði eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik og tryggði Val fyrsta bikarmeistaratitilinn síðan 1992.

Lesa meira
 
Magnús Þórisson

Magnús Þórisson dæmir í sænsku deildinni - 24.9.2005

Magnús Þórisson, dómari úr Sandgerði, verður dómari í leik Falkenbergs FF og Västra Frölunda IF á sunnudag, í næst efstu deild sænsku knattspyrnunnar, Superettan.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA-bikardagur - Allir á völlinn! - 24.9.2005

Úrslitaleikur VISA-bikars karla milli Fram og Vals verður leikinn á Laugardalsvelli í dag, laugardag kl. 14:00. Upphitun stuðningsmanna liðanna stendur nú yfir í Framheimilinu og Valsheimilinu, þannig að rétt er að skella sér í fjörið og taka þátt.  Dagurinn í dag er sannkallaður VISA-bikardagur.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Ólíkt hlutskipti Fram og Vals í deildinni í sumar - 23.9.2005

Hlutskipti liðanna sem leika til úrslita í VISA-bikar karla á laugardag er ólíkt á keppnistímabilinu sem er að líða.  Í úrslitaleiknum standa þau þó jöfn að vígi og eiga bæði jafn mikla möguleika á að verða bikarmeistarar.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

FH-ingar bestu stuðningsmenn umferða 13-18 - 23.9.2005

Stuðningsmenn FH hafa verið valdir af Landsbankanum sem þeir bestu í umferðum 13-18 í Landsbankadeild karla.  FH-ingar hafa hlotið þessi verðlaun oftar en stuðningsmenn annarra liða. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Stuðningsmenn Fram og Vals ætla að fjölmenna - 22.9.2005

Stuðningsmenn Fram og Vals munu fjölmenna á úrslitaleik VISA-bikars karla á Laugardalsvelli á laugardag og hafa nú þegar verið seldir um 2.000 miðar á leikinn.  Upphitun er í fullum gangi á vefsíðum félaganna.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Drög að niðurröðun í Faxaflóamóti/Haust 2005 - 22.9.2005

Drög að leikjaniðurröðun í Faxaflóamóti / Haust hafa nú verið birt hér á á ksi.is.  Niðurröðun má skoða í valmyndinni hér til vinstri og er hægt að afmarka leit með ýmsum hætti.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Úrslitaleikur VISA-bikars karla á laugardag - 22.9.2005

Fram og Valur mætast í úrslitaleik VISA-bikars karla á laugardalsvelli á laugardag kl. 14:00.  Þetta verður í þriðja sinn sem þessi lið mætast í úrslitum, en þau mættust einnig árin 1977 og 1979.

Lesa meira
 
Huginn

Huginn leitar að þjálfara fyrir meistaraflokk karla - 22.9.2005

Huginn Seyðisfirði leitar að þjálfara fyrir meistaraflokk karla.  Huginn hélt sæti sínu í 2. deild síðastliðið sumar og er markið sett enn hærra fyrir næsta sumar.  Skilyrði er að þjálfari sé búsettur á Seyðisfirði yfir sumarmánuðina. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Auðun Helgason valinn besti leikmaður umferða 13-18 - 20.9.2005

Viðurkenningar fyrir umferðir 13-18 í Landsbankadeild karla voru afhentar í dag, þriðjudag.  Auðun Helgason var valinn besti leikmaður umferðanna, Ólafur Þórðarson besti þjálfarinn og Egill Már Markússon besti dómarinn.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Framarar geta enn krækt í Evrópusæti - 19.9.2005

Þrátt fyrir að Framarar séu fallnir í 1. deild geta þeir enn tryggt sér sæti í UEFA-bikarnum fyrir næsta keppnistímabil, með því að sigra í úrslitaleik VISA-bikarsins gegn Val næstkomandi laugardag.

Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valur mætir Potsdam í 8-liða úrslitum - 19.9.2005

Erfitt verkefni bíður Vals í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða kvenna þar sem mótherjarnir verða þýska liðið 1. FFC Turbine Potsdam, sem er núverandi Evrópumeistari. Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik leitar eftir þjálfurum fyrir yngri flokka - 19.9.2005

Unglingaráð Breiðabliks auglýsir eftir metnaðarfullum þjálfurum til að þjálfa yngri flokka.  Þjálfara vantar fyrir þrjá karlaflokka og tvo kvennaflokka. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Landsdeildir 2006 - 19.9.2005

Það getur verið áhugavert að skoða skiptingu félaga í landsdeildir miðað við það hvaðan af landinu þau koma.  Landsdeildir eru þær deildir meistaraflokks þar sem keppt er á landsvísu.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Aðsóknarmetið frá 2001 stendur enn - 19.9.2005

Ekki tókst að slá aðsóknarmetið í Landsbankadeild karla í ár, en heildaraðsókn er þó sú næst besta frá upphafi.  Aðeins vantaði rúmlega 500 manns í heildartöluna í ár til að slá metið frá 2001. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Landsbankadeild karla 2005 lokið - 17.9.2005

Mikil dramatík var í lokaumferð Landsbankadeildar karla, sem fram fór í dag, laugardag.  Mesta spennan var í fallbaráttunni þar sem Grindavík, Fram og ÍBV áttu það öll á hættu að fylgja Þrótturum niður.

Lesa meira
 
Valur Reykjavík

Valur í 8-liða úrslit í Evrópukeppninni - 17.9.2005

Valsstúlkur tryggðu sér í dag, laugardag, sæti í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða kvenna á glæsilegan hátt með því að sigra Alma frá Kasakstan með átta mörkum gegn engu.

Lesa meira
 
Reynir Sandgerði

VB í heimsókn hjá Reyni í Sandgerði - 16.9.2005

Á laugardag tekur knattspyrnulið Reynis í Sandgerði á móti liði VB frá Færeyjum.  Leikurinn fer fram á Sandgerðisvelli og hefst kl. 11:00.  VB frá Vågi á sæti í efstu deild í Færeyjum og er eitt rótgrónasta félag eyjanna, en það varð 100 ára fyrr á þessu ári.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

FH áfram í Landsbankadeild kvenna - 16.9.2005

FH hefur tryggt sér áframhaldandi veru í Landsbankadeild kvenna með því að leggja Þór/KA/KS 4-1 samanlagt í aukakeppni um sæti í deildinni.  Markalaust jafntefli varð í síðari leik liðanna.

Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valsstúlkur í góðri stöðu eftir sigur á Masinac Nis - 16.9.2005

Valsstúlkur eru í góðri stöðu í sínum riðli í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða kvenna.  Tvö mörk frá Margréti Láru Viðarsdóttur og eitt frá Rakeli Logadóttur tryggðu 3-0 sigur á liði Masinac Nis á fimmtudag.

Lesa meira
 
Grótta

Grótta auglýsir eftir þjálfara fyrir 4. flokk karla - 15.9.2005

Knattspyrnudeild Gróttu auglýsir eftir þjálfara 4. flokks karla fyrir árið 2005-2006. Félagið rekur metnaðarfulla starfsemi sem er ört vaxandi og hefur iðkendum fjölgað verulega síðastliðin ár.

Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Valur leikur gegn serbnesku meisturunum - 15.9.2005

Valsstúlkur mæta serbnesku meisturunum ZFK Masinac-Classic Nis í Evrópukeppni félagsliða kvenna í dag kl. 15:00 að íslenskum tíma, en eins og kunnugt er fer riðillinn fram í Svíþjóð.

Lesa meira
 
Valur Reykjavík

Valur sigurvegari í keppni U23 liða karla - 15.9.2005

Valur tryggði sér á miðvikudagskvöld sigur í A-deild U23 liða karla með 2-2 jafntefli við Þrótt.  Þróttarar höfnuðu í 2. sæti, en með sigri í leiknum hefðu þeir náð efsta sætinu af Valsmönnum.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Upplýsingapakki fyrir Landsbankadeild karla - 15.9.2005

Framundan eru leikir í Landsbankadeild karla.  Smellið hér að neðan til að skoða upplýsingar um leikina, líkleg byrjunarlið, upplýsingar um meidda leikmenn, sögulegar viðureignir og annað áhugavert efni.  Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Mark í uppbótartíma tryggði Djurgården/Älvsjö sigur - 14.9.2005

Valsstúlkur töpuðu naumlega gegn Djurgården/Älvsjö í Evrópukeppni félagsliða kvenna á þriðjudag.  Sigurmark sænsku meistaranna kom þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Lesa meira
 
FH

FH-ingar bikarmeistarar eftir stórsigur - 14.9.2005

FH-ingar unnu 7-2 stórsigur á Fram í úrslitaleik bikarkeppni 2. flokks karla, en liðin mættust á Valbjarnarvelli á þriðjudag.  Þetta er aðeins í 2. sinn sem FH hampar sigri í bikarkeppni 2. flokks karla.

Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik bikarmeistari 2. flokks kvenna - 14.9.2005

Breiðablik er bikarmeistari 2. flokks kvenna eftir 2-1 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik sem fram fór að Hlíðarenda á þriðjudag.  Þetta er annað árið í röð sem Breiðablik hampar þessum bikar.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Landsbankadeildir til 2009 - 12.9.2005

Landsbankinn verður samstarfsaðili um efstu deild karla og kvenna í knattspyrnu til næstu fjögurra ára, eða til og með 2009.  Munu deildirnar því áfram heita Landsbankadeild karla og Landsbankadeild kvenna.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Góðar líkur á nýju aðsóknarmeti - 12.9.2005

Þegar aðeins ein umferð er eftir í Landsbankadeild karla er ljóst að góðar líkur eru á því að sett verði aðsóknarmet.  Til þess að það takist þarf meðalaðsókn að leikjum sumarsins hingað til að haldast.

Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Fyrsti leikur Vals er á þriðjudag - 12.9.2005

Fyrsti leikur Vals í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða kvenna er á þriðjudag gegn Djurgården/Älvsjö, sem einnig eru gestgjafar riðilsins.  Fyrirfram er sænska liðið talið það sterkasta í riðlinum. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Efstu tvö lið Íslandsmótsins leika til úrslita í bikarkeppninni - 12.9.2005

Stjarnan og Breiðablik leika til úrslita í bikarkeppni 2. flokks kvenna að Hlíðarenda á þriðjudag.  Þessi sömu lið háðu einmitt harða baráttu um Íslandsmeistaratitilinn í flokknum, sem lauk með því að Stjarnan hafði betur. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Úrslitaleikur í bikarkeppni 2. flokks karla á þriðjudag - 12.9.2005

Á þriðjudag mætast FH og Fram á Valbjarnarvelli í úrslitaleik bikarkeppni 2. flokks karla.  FH hafnaði í 2. sæti A-deildar 2. flokks, en Framarar höfnuðu í 5. sæti.  Leikið hefur verið um sama farandbikarinn síðan keppnin fór fyrst fram, árið 1964.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Ein umferð eftir í Landsbankadeild karla - 12.9.2005

Lokaumferð Landsbankadeildar karla verður leikin næstkomandi laugardag.  Mikil spenna ríkir enn í baráttu um Evrópusæti annars vegar og hins vegar í fallbaráttunni.

Lesa meira
 
Breiðablik

Blikar Íslandsmeistarar 3. flokks karla 2005 - 12.9.2005

Blikar tryggðu sér á sunnudag Íslandsmeistaratitilinn í 3. flokki karla með því að leggja Fylkismenn 2-1 í úrslitaleik á Fylkisvelli.  Breiðablik lék einnig til úrslita í bikarkeppni 3. flokks karla SV. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Breiðablik VISA-bikarmeistari kvenna 2005 - 10.9.2005

Breiðablik tryggði sér í dag, laugardag, sigur í VISA-bikar kvenna með því að leggja KR í úrslitaleik á Laugardalsvellinum með fjórum mörkum gegn einu.  Þetta er í 9. sinn sem Breiðablik hampar bikarmeistaratitlinum í kvennaflokki.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Víkingar með góða stöðu fyrir lokaumferð 1. deildar - 10.9.2005

Víkingur R. er með góða stöðu í 2. sæti fyrir lokaumferð 1. deildar eftir öruggan 6-0 sigur á Haukum að Ásvöllum í 17. umferð, sem fram fór í dag, laugardag.  Á sama tíma tapaði KA 1-2 fyrir Breiðabliki á Kópavogsvelli.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

FH stendur vel að vígi í aukakeppni kvenna - 10.9.2005

FH stendur vel að vígi gegn Þór/KA/KS í aukakeppni um sæti í Landsbankadeild kvenna 2006.  Fyrri viðureign liðanna fór fram í Kaplakrika í dag, laugardag, og unnu FH-ingar öruggan 4-1 sigur.  Lesa meira
 
Reynir Sandgerði

Reynismenn 3. deildarmeistarar 2005 - 10.9.2005

Reynir Sandgerði lagði í dag, laugardag, Sindra frá Hornafirði 4-1 í úrslitaleik 3. deildar karla, en liðin mættust á Grindavíkurvelli.  Bæði lið leika í 2. deild að ári. 

Lesa meira
 
Leiknismenn fagna (leiknir.com)

2. deild karla 2005 lokið - 10.9.2005

Lokaumferð 2. deildar karla fór fram í dag, laugardag, en fyrir umferðina var ljóst hvaða lið myndu fara upp og hvaða lið myndu falla.  Efstu liðin tvö, Leiknir R. og Stjarnan, töpuðu sínum leikjum.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Ókeypis aðgangur í Kaplakrika á sunnudag - 10.9.2005

Ókeypis aðgangur verður fyrir áhorfendur á viðureign Íslandsmeistara FH og Fylkis í Landsbankadeild karla á sunnudag.  Leikurinn fer fram í Kaplakrika í Hafnarfirði og hefst kl. 14:00. Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög