Mótamál

UEFA-bikarinn

Keflvíkingar mæta Mainz - 29.7.2005

Í dag var dregið í 2. umferð forkeppni UEFA-bikarsins. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Keflvíkingar áfram í 2. umferð - 28.7.2005

Keflvíkingar komust í kvöld í 2. umferð forkeppni UEFA-bikarsins með því að leggja Etzella frá Lúxemborg 2-0 á Laugardalsvelli og vinna viðureignina 6-0 samanlagt. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Eyjamenn töpuðu í Færeyjum - 28.7.2005

ÍBV tapaði í kvöld 2-1 fyrir B36 í fyrstu umferð forkeppni UEFA-bikarsins en leikið var á Tórsvelli í Þórshöfn. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Allan Borgvardt valinn leikmaður umferða 7-12 - 28.7.2005

Tilkynnt var í hádeginu í dag um val á liði umferða 7-12, val á besta leikmanni umferðanna, besta þjálfara og besta dómara. Lesa meira
 
Íslandsmeistarar Ægis Þorlákshöfn í keppni 7 manna liða í 2.flokki kvenna

Ægir Þorlákshöfn eru fyrstu Íslandsmeistarar sumarsins - 27.7.2005

Lið Ægis frá Þorlákshöfn eru fyrstu Íslandsmeistarar sumarsins.  Stúlkurnar í 2. flokki kvenna tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í keppni 7 manna liða.  Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Kristinn dæmir í Tirana - 27.7.2005

Kristinn Jakobsson, milliríkjadómari, dæmir í kvöld leik KF Tirana og CSKA Sofia í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Eyjamenn mættir til Færeyja - 27.7.2005

Eyjamenn eru mættir til Færeyja þar sem þeir munu leika síðari leik sinn í 1. umferð forkeppni UEFA-bikarins á Tórsvelli í Þórshöfn á fimmtudag. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Keflavík mætir Etzella á Laugardalsvelli - 27.7.2005

Keflvíkingar mæta Etzella frá Lúxemborg í síðari leik sínum í fyrstu umferð forkeppni UEFA-bikarsins á Laugardalsvelli á morgun fimmtudag kl. 19:15. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Lokadagur félagaskipta er 31. júlí - 26.7.2005

Lokadagur félagaskipta er sunnudagurinn 31. júlí og verða allar tilkynningar um félagaskipti (fullfrágengnar) að hafa borist skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti þann dag. Lesa meira
 
Dómari lætur knöttinn falla

Tungubakkamót 2005 - 25.7.2005

Laugardaginn 20.ágúst næstkomandi verður haldin hin árlega hópa og firmakeppni í knattspyrnu á Tungubakkavöllum í Mosfellsbæ. 

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Breyting á leik í Landsbankadeild karla - 25.7.2005

Leikur Vals og Fylkis hefur verið fluttur til miðvikudagsins 27. júlí kl. 20:00 Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leikskrá Fram komin út - 25.7.2005

Hjá félögum víðs vegar um land eru gefnar út veglegar leikskrár til kynningar á leikjum sumarsins, leikmönnum liðanna, þjálfurum og forsvarsmönnum. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Undanúrslit karla og kvenna - 22.7.2005

Dregið var í undanúrslit VISA-bikars karla og kvenna fyrir stundu.Lesa meira
 
visa_bikarinn_1

Leikið í VISA-bikarnum - 20.7.2005

Átta liða úrslitum VISA bikars karla lýkur í kvöld með tveimur leikjum.  Á Laugardalsvelli mæta Framarar Eyjamönnum og á KR-velli mætast Reykjavíkurliðin KR og Valur.  Báðir Leikirnir hefjast kl. 19:15. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH tapaði fyrir Neftchi - 19.7.2005

Íslandsmeistarar FH töpuðu fyrir Neftchi frá Aserbaíjan í forkeppni Meistaradeildarinnar á Kapplakrikavelli 1-2 í gærkvöldi. Lesa meira
 
Derby County og Phil Brown framkvæmdastjóri

ÍA leikur vináttuleik við Derby County - 19.7.2005

ÍA mun leika vináttuleik við enska liðið Derby County í kvöld.  Leikurinn, sem er liður í undirbúningi enska félagsins fyrir keppnistímabilið þar í landi, fer fram á Akranesvelli og hefst kl. 19:00.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

FH-ingar komnir í undanúrslit - 17.7.2005

Íslandsmeistarar FH voru fyrstir til að tryggja sér sæti í undanúrslitum VISA-bikars karla, en þeir lögðu ÍA í 8-liða úrslitum í Kaplakrika á laugardag.  Leikurinn var jafn og spennandi, allt þar til komið var í framlengingu.

Lesa meira
 
dombein

Kanntu knattspyrnulögin og mótareglurnar? - 15.7.2005

Dómarar hafa í mörg horn að líta og nauðsynlegt fyrir þá að þekkja bæði knattspyrnulögin og hinar ýmsu mótareglur.  Hefur þú það sem til þarf?

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Lokadagur félagaskipta er 31. júlí - 15.7.2005

Samkvæmt reglugerð KSÍ eru félagaskipti innanlands ekki heimil frá og með 1. ágúst til og með 15. október. Á því tímabili geta leikmenn sem skráðir eru hjá erlendu knattspyrnusambandi heldur ekki skipt í íslenskt félagslið.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Fimm lið hafa ekki tapað leik í deildakeppninni - 15.7.2005

Hvað eiga lið FH, Breiðabliks og Víðis í meistaraflokki karla sameiginlegt með liðum Breiðabliks og Þórs/KA/KS í meistaraflokki kvenna?  Öll þessi lið eru taplaus til þessa í sínum deildum. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

8-liða úrslit VISA-bikarsins hefjast á laugardag - 15.7.2005

FH og ÍA mætast í Kaplakrika á laugardag í fyrsta leik 8-liða úrslita VISA-bikars karla.  Leikurinn hefst kl. 16:00 og er von á hörkuleik.  Aðrir leikir í 8-liða úrslitum fara fram í næstu viku.

Lesa meira
 
ÍBV

Jafntefli hjá ÍBV og B36 í Vestmannaeyjum - 14.7.2005

ÍBV og færeyska liðið B36 gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna í UEFA-bikarnum, sem fram fór á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.  Gestirnir náðu forystunni snemma leiks, en Pétur Óskar Sigurðsson jafnaði metin fyrir ÍBV.

Lesa meira
 
Keflavík

Stórsigur Keflvíkinga í Lúxemborg - 14.7.2005

Bikarmeistarar Keflavíkur gerðu góða ferð til Lúxemborgar í UEFA-bikarnum og unnu stórsigur á heimamönnum í Etzella, 4-0.  Framherjinn Hörður Sveinsson gerði sér lítið fyrir og skoraði öll mörk Keflvíkinga í leiknum.

Lesa meira
 
Tindastóll

Króksmót 2005 - 14.7.2005

Tindastóll stendur fyrir hinu árlega Króksmóti dagana 13. og 14. ágúst næstkomandi.  Mótið er fyrir 5. - 7. fl. karla og kvenna, þátttökugjald er kr. 6.000 á hvern keppanda og boðið er upp á gistingu fyrir liðin.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Geir eftirlitsmaður UEFA á Anfield Road - 13.7.2005

Geir Þorsteinsson verður eftirlitsmaður á fyrri viðureign Evrópumeistara Liverpool og TNS  frá Wales í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA.  Liðin mætast á Anfield Road í Liverpool á miðvikudagskvöld. Lesa meira
 
Og Vodafone

Maður leiksins með Og Vodafone - 10. umferð - 13.7.2005

Áhorfendur á leikjum Landsbankadeildar karla eiga þess kost að velja Mann leiksins með SMS-kosningu á meðan á leik stendur.  Þátttaka gerir áhorfendum mögulegt að vinna til veglegra verðlauna og styðja við bakið á sínu félagi.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Breiðablik, Fjölnir, KR og Valur í undanúrslit - 13.7.2005

8-liða úrslitum VISA-bikars kvenna lauk á þriðjudagskvöld með þremur leikjum.  Breiðablik, Fjölnir og KR unnu nokkuð örugga sigra á andstæðingum sínum og Valur hafði þegar tryggt sæti sitt í undanúrslitum.

Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Eyjamenn og Keflvíkingar í eldlínunni á fimmtudag - 12.7.2005

ÍBV og Keflavík leika fyrri leiki sína í 1. umferð forkeppni UEFA-bikarsins á fimmtudag.  Keflvíkingar leika á útivelli gegn FC Etzella í Lúxemborg, en Eyjamenn taka á móti færeyska liðinu B36.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Tveggja marka tap hjá FH í Baku - 12.7.2005

FH-ingar töpuðu með tveggja marka mun gegn Neftchi í fyrri viðureign liðanna í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA, en liðin mættust í Baku í Aserbaidsjan í dag.  Liðin mætast aftur í Kaplakrika miðvikudaginn 20. júlí.

Lesa meira
 
Þessir kappar leika í 7 manna bolta

Mikilvæg skilaboð vegna leikja í 7 manna bolta - 12.7.2005

Misskilnings hefur gætt varðandi meðferð leikskýrslna í keppni 7 manna liða. Mikilvægt er að þjálfarar og forráðamenn liða kynni sér vel þær reglur sem gilda.

Lesa meira
 
Jóhannes Valgeirsson

Jóhannes dæmir leik TVMK og MyPa í UEFA-bikarnum - 12.7.2005

Jóhannes Valgeirsson verður dómari í fyrri viðureign TVMK Tallinn og MyPa í UEFA-bikarnum á fimmtudag.  Aðstoðardómarar verða þeir Eyjólfur Finnsson og Ingvar Guðfinnsson, en varadómari verður Erlendur Eiríksson.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA-bikarmeistarar ÍBV úr leik - 12.7.2005

8-liða úrslit VISA-bikars kvenna hófust á mánudagskvöld með viðureign VISA-ÍBV og Vals.  Eyjastúlkur munu ekki verja bikarinn að þessu sinni þar sem Valsstúlkur unnu öruggan sigur.  Hinir þrír leikirnir í 8-liða úrslitum fara fram í kvöld, þriðjudagskvöld.

Lesa meira
 
Knattspyrnuskóli Íslands

Knattspyrnuskóli Íslands 2005 á Sauðárkróki - 11.7.2005

Knattspyrnuskóli Íslands 2005 verður haldinn á Sauðárkróki 28. júlí - 1. ágúst.  Skólinn er nú haldinn 7. árið í röð og verður að þessu sinni í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leik Fylkis og Þróttar í Landsbankadeild karla breytt - 11.7.2005

Leikur Fylkis og Þróttar í Landsbankadeild karla verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn og hefur tímasetningu leiksins því verið breytt. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Fjórum leikjum breytt vegna VISA-bikars karla - 11.7.2005

Fjórum leikjum, þremur í Landsbankadeild og einum í 1. deild, hefur verið breytt vegna leikja í 8-liða úrslitum VISA-bikars karla. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH-ingar leika gegn Neftchi á þriðjudag - 11.7.2005

Íslandsmeistarar FH leika fyrri leik sinn í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA á þriðjudag, gegn Neftchi frá Aserbaidsjan .  Leikurinn fer fram á Bakhramov leikvanginum í Baku og hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma (19:00 að staðartíma).

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Fyrsti leikur 8-liða úrslita kvenna í kvöld - 11.7.2005

Fyrsti leikur 8-liða úrslita VISA-bikars kvenna fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld.  Núverandi VISA-bikarmeistarar kvenna taka þar á móti Íslandsmeisturum Vals og er von á hörkuleik.

Lesa meira
 
Og Vodafone

Maður leiksins með Og Vodafone - 9. umferð - 8.7.2005

Áhorfendur á leikjum Landsbankadeildar karla eiga þess kost að velja Mann leiksins með SMS-kosningu á meðan á leik stendur.  Þátttaka gerir áhorfendum mögulegt að vinna til veglegra verðlauna og styðja við bakið á sínu félagi.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Leik ÍBV og Vals í VISA-bikar kvenna flýtt - 8.7.2005

Viðureign bikarmeistara ÍBV og Íslandsmeistara Vals í 8-liða úslitum VISA-bikars kvenna hefur verið breytt lítillega.  Leiknum, sem fram fer á mánudag, hefur verið flýtt og fer hann nú fram kl. 19:15.  Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Dregið í 1. umferð Evrópukeppni félagsliða kvenna - 7.7.2005

Dregið hefur verið í 1. umferð Evrópukeppni félagsliða kvenna og leika Íslandsmeistarar Vals í riðli með með liðum frá Noregi, Eistlandi og Finnlandi.  Sigurvegarar riðlanna fara áfram í 2. umferð keppninnar.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Hörkuleikir framundan í VISA-bikar karla - 6.7.2005

Dregið var í 8-liða úrslit VISA-bikars karla í dag.  KR og Valur mætast í Frostaskjóli, HK leikur á heimavelli gegn Fylki, FH-ingar fá Skagamenn í heimsókn og Eyjamenn sækja Framara heim.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í 8-liða úrslit VISA-bikars karla á miðvikudag - 5.7.2005

Landsbankadeildarliðin KR, ÍA, Valur, Fylkir, ÍBV, FH og Fram auk 1. deildarliðs HK verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit VISA-bikars karla á Hótel Loftleiðum í hádeginu á miðvikudag.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

KR, ÍA og Valur í 8-liða úrslit VISA-bikarsins - 5.7.2005

Þrír leikir fóru fram í 16-liða úrslitum VISA-bikars karla á mánudagskvöld.  Þrjú lið úr Landsbankadeild,  KR, ÍA og Valur, höfðu betur gegn þremur 1. deildarliðum og eru því komin í 8-liða úrslit.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Toppslagur í Landsbankadeild kvenna á þriðjudag - 4.7.2005

Framundan eru hörkuleikir í Landsbankadeild kvenna.  Áttunda umferðin hefst í kvöld með leik FH og Keflavíkur í Krikanum, en á þriðjudagskvöld fara fram þrír leikir, þar á meðal mætast toppliðin í deildinni, Valur og Breiðablik.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Þrír leikir í VISA-bikarnum í kvöld - 4.7.2005

Þrír leikir fara fram í 16-liða úrslitum VISA-bikars karla í kvöld, mánudagskvöld.  Víkingar taka á móti KR-ingum í Reykjavíkurslag, Skagamenn fá Breiðablik í heimsókn og Haukar sækja Valsmenn heim.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

16-liða úrslit VISA-bikars karla í byrjun næstu viku - 1.7.2005

Sextán liða úrslit VISA-bikars karla fara fram í byrjun næstu viku.  Þrír leikir fara fram á mánudag en fimm á þriðjudag og fara leikirnir átta fram í sjö bæjarfélögum. Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög