Mótamál

Skagamenn og Blikar í undanúrslit - 29.4.2005

ÍA og Breiðablik tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitum A-deildar Deildarbikars karla. Áður höfðu Þróttur R. og KR tryggt sæti sín. Lesa meira

 

Deildarbikarinn - Undanúrslit A-deildar kvenna - 28.4.2005

Um næstu helgi fara fram undanúrslit í A-deild Deildarbikars kvenna. Á laugardag mætast Breiðablik og KR í Fífunni í Kópavogi og hefst leikurinn kl. 14:00. Lesa meira
 

KR og Þróttur í undanúrslit - 27.4.2005

KR og Þróttur tryggðu sér sæti í undanúrslitum A-deildar Deildarbikars karla með sigri á andstæðingum sínum í 8-liða úrslitum á þriðjudagskvöld. KR-ingar lögðu Eyjamenn með tveimur mörkum gegn engu á Gervigrasinu við KR-völl og Þróttarar höfðu betur gegn Valsmönnum í Egilshöll, unnu með tveimur mörkum gegn einu. Lesa meira
 

Leikið á aðalvellinum á Akranesi - 27.4.2005

ÍA og Keflavík mætast í 8-liða úrslitum A-deildar Deildarbikars karla á Akranesi á fimmtudag. Lesa meira
 

Íslandsleikar Special Olympics - 27.4.2005

Níundu Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu voru haldnir í Risanum í Hafnarfirði um síðustu helgi, en þessir leikar eru samvinna ÍF og KSÍ. Lesa meira
 

Deildarbikarinn - Undanúrslit B-deildar karla - 27.4.2005

Undanúrslitaleikirnir í B-deild Deildarbikars karla fara fram um næstu helgi. Lesa meira
 

Deildarbikarinn - 8 liða úrslit A deildar - 26.4.2005

Í kvöld fara fram tveir leikir í 8-liða úrslitum A-deildar Deildarbikars karla. Á gervigrasi KR leika KR-ingar og Eyjamenn og í Egilshöll mætast Þróttur R. og Valur. Lesa meira
 

Unglingadómaranámskeið - 26.4.2005

Minnt er á að næsta unglingadómaranámskeiðið ársins hefst 30. apríl. Þátttakendur fá námsefnið sent í þrennu lagi með tölvupósti (þrjá föstudaga í röð) og námskeiðinu lýkur síðan með skriflegu prófi. Mjög mikilvægt er að félög hugi að fjölgun dómara í samræmi við fjölgun iðkenda Lesa meira
 

Öruggur sigur FH-inga í Atlantic-bikarnum - 24.4.2005

FH-ingar unnu í dag öruggan sigur á HB frá Færeyjum í Atlantic-bikarnum, en liðin mætust í Egilshöll í Reykjavík. Lesa meira
 

Deildarbikarinn - 8 liða úrslit A deildar - 21.4.2005

Ljóst er hvaða lið munu mætast í 8-liða úrslitum A-deildar Deildarbikars karla eftir leiki dagsins. Lesa meira
 

Úrslitin ráðin í 2. riðli A-deildar karla - 20.4.2005

Eftir 2-0 sigur Framara á FH-ingum á þriðjudag er ljóst hvaða fjögur lið úr 2. riðli A-deildar komast í 8-liða úrslit deildarbikarsins. Lesa meira
 

Atlantic bikarinn 2005 - 19.4.2005

Íslandsmeistarar FH og Færeyjameistarar HB munu mætast í Atlantic bikarnum 2005 næstkomandi sunnudag. Lesa meira
 

Breytt aldursskipting kvennaflokka - 19.4.2005

Af gefnu tilefni er minnt á að vegna breyttrar aldursflokkaskiptingar kvenna voru gerðar breytingar á viðeigandi ákvæðum á nýliðnu ársþingi KSÍ. Lesa meira
 

Úrskurður aganefndar - 19.4.2005

Á fundi aganefndar KSÍ 19. apríl, var leikmaður Víkings R., Björgvin Vilhjálmsson, úrskurðaður í tveggja leikja bann vegna brottvísunar í viðureign Breiðabliks og Víkings R. í 1. riðli A-deildar Deildarbikars karla 14. mars síðastliðinn.

Lesa meira
 

Ólöglegur leikmaður í Deildarbikarnum - 18.4.2005

Í samræmi við lið 10.2 í hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Bjarni Ólafur Eiríksson lék ólöglegur með liði Vals í leik gegn ÍBV í Deildarbikarnum laugardaginn 16. apríl síðastliðinn.

Lesa meira
 

Faxaflóamót yngstu flokka - 18.4.2005

Leikjaniðurröðun í Faxaflóamóti 6. og 7. flokks hefur verið staðfest. Smellið hér að neðan til að skoða upplýsingar um riðlaskiptingu, leikstaði, dagsetningar og upphafstíma mótanna. Lesa meira
 

Tveir þjálfarar úrskurðaðir í tveggja mánaða leikbann - 15.4.2005

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 14. apríl að úrskurða tvo þjálfara í tveggja mánaða leikbann, þá Nóa Björnsson þjálfara Leifturs/Dalvíkur og Jón Steinar Guðmundsson þjálfara Bolungarvíkur.

Lesa meira
 

Breytingar á reglugerðum KSÍ - 15.4.2005

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 14. apríl ýmis ákvæði og breytingar á reglugerðum KSÍ. Lesa meira
 

Unglingadómaranámskeið - 14.4.2005

Næsta unglingadómaranámskeiðið ársins hefst 30. apríl. Þátttakendur fá námsefnið sent í þrennu lagi með tölvupósti (þrjá föstudaga í röð) og námskeiðinu lýkur síðan með skriflegu prófi. Mjög mikilvægt er að félög hugi að fjölgun dómara í samræmi við fjölgun iðkenda. Lesa meira
 

RM yngstu flokka - Leikjaniðurröðun staðfest - 13.4.2005

Leikjaniðurröðun í Reykjavíkurmóti 6. og 7. flokks hefur verið staðfest, en leikið er í Egilshöll í 7 manna liðum. Lesa meira
 

Ólöglegur leikmaður í Deildarbikarnum - 13.4.2005

Í samræmi við lið 10.2 í hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Katrín Jónsdóttir lék ólögleg með liði Þróttar R. í leik gegn HK/Víkingi í Deildarbikarnum laugardaginn 2. apríl síðastliðinn. Úrslit leiksins standa óbreytt.

Lesa meira
 

Umsjónarmaður dómaramála hjá Víkingi R. - 12.4.2005

Stjórn knattspyrnudeildar Víkings ásamt Barna- og unglingaráði (BUR) auglýsa hér með eftir traustum einstaklingi til þess að sjá um úthlutun á dómaraverkefnum og umsjón með dómurum félagsins. Lesa meira
 

Menntun þjálfara í landsdeildum - 12.4.2005

KSÍ hefur tekið saman lista yfir þjálfara sem stýra liðum í Landsbankadeildum karla og kvenna, auk 1. og 2. deild karla og menntun þeirra. Hjá flestum þessara liða eru þjálfarar að störfum sem hafa verið duglegir að sækja sér menntun á þjálfaranámskeiðum KSÍ. Lesa meira

 

Línur að skýrast í Deildarbikarnum - 11.4.2005

Línur eru farnar að skýrast í riðlakeppni A-deildar Deildarbikars karla. Í 1. riðli standa Valur, Breiðablik og ÍA best að vígi, en 2. riðill er mun opnari. Lesa meira
 

Valur vann Þórismótið - 11.4.2005

Valur lagði FH í úrslitaleik Þórismótsins í dag, mánudag, með einu marki gegn einu. Þórismótið er í Portúgal og er minningarmót um Þóri Jónsson, knattspyrnuforystumann úr FH, sem lést á síðasta ári. ÍBV vann síðan leikinn um þriðja sætið við Grindavík með tveimur mörkum gegn einu. Lesa meira
 

FH og Valur leika til úrslita á Þórismótinu - 8.4.2005

FH og Valur munu leika til úrslita á Þórismótinu sem fram fer á Portúgal, minningarmóti um Þóri Jónsson, knattspyrnuforystumann úr FH, sem lést á síðasta ári. Lesa meira
 

Dregið í Intertoto-keppninni á mánudag - 8.4.2005

Dregið verður í 1. umferð Intertoto-keppninnar í höfuðstöðvum UEFA á mánudag og hefst drátturinn kl. 10:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 

Dregið í Intertoto-keppninni á mánudag - 8.4.2005

Dregið verður í 1. umferð Intertoto-keppninnar í höfuðstöðvum UEFA á mánudag og hefst drátturinn kl. 10:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 

Úrskurður samninga- og félagaskiptanefndar - 8.4.2005

Samninga- og félagaskiptanefnd hefur úrskurðað í máli milli Völsungs og Þórs vegna tímabundinna félagaskipta leikmannsins Baldurs Sigurðssonar. Nefndin úrskurðaði að tilkynning um tímabundin félagaskipti leikmannsins úr Völsungi yfir í Þór skyldi vera ógild.

Lesa meira
 

Tímabundin félagaskipti - Skriflegur samningur - 8.4.2005

Í dag, föstudag, hefur samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ birt úrskurð sinn í máli Baldurs Sigurðssonar vegna tímabundinna félagaskipta hans úr Þór í Völsung. Lesa meira
 

Fjölmargir leikir framundan - 6.4.2005

Deildarbikarinn er nú í fullum gangi og fjölmargir leikir munu fara fram á næstu dögum í öllum deildum, bæði í karla- og kvennaflokki. Lesa meira
 

Minningarmót um Þóri Jónsson - 6.4.2005

Á fimmtudag hefst í Portúgal minningarmót um Þóri Jónsson, knattspyrnuforystumann úr FH, sem lést á síðasta ári. Fjögur lið úr Landsbankadeild karla taka þátt í mótinu; FH, Grindavík, ÍBV og Valur. Lesa meira
 

Strandarmót á Árskógsströnd - 6.4.2005

Hið árlega Strandarmót fyrir 7. flokk karla verður haldið á Árskógsströnd 23. júlí. Lesa meira
 

Úrskurður aganefndar - 5.4.2005

Á fundi aganefndar KSÍ í dag, 5. apríl, var leikmaður Fjarðabyggðar, Goran Nikolic, úrskurðaður í tveggja leikja bann vegna brottvísunar í viðureign Leifturs/Dalvíkur og Fjarðabyggðar í 4. riðli B-deildar Deildarbikars karla 18. mars síðastliðinn.

Lesa meira
 

Miðar á úrslitaleik UEFA-bikarsins - 4.4.2005

Knattspyrnuáhugafólk getur nú sótt um miða á úrslitaleik UEFA-bikarsins, sem fram fer á Estadio José Alvalade leikvanginum í Lissabon í Portúgal miðvikudaginn 18. maí næstkomandi. Lesa meira
 

Afturelding auglýsir eftir þjálfara - 4.4.2005

Knattspyrnudeild Aftureldingar óskar eftir að ráða þjálfara fyrir 2. flokk kvenna. Í flokknum eru 15-20 hressar og hæfileikaríkar stelpur sem hafa mikinn metnað í að ná árangri í sumar. Lesa meira
 

Ólöglegir leikmenn í Deildarbikarnum - 4.4.2005

Í samræmi við lið 10.2 í hefur skrifstofa KSÍ staðfest að þrír leikmenn léku ólöglegir með félögum sínum í Deildarbikarnum í leikjum sem fram fóru 17. og 18. mars. Allir höfðu leikmennirnir fengið þrjár áminningar í keppninni og hefðu því átt að taka sjálfkrafa út leikbann í viðkomandi leikjum.

Lesa meira
 

Faxaflóamót - Hraðmót 6. og 7. flokks - 1.4.2005

Riðlaskipting hefur verið ákveðin í Faxaflóamóti 6. og 7. flokks karla og kvenna. Smellið hér til að sjá upplýsingar um riðlaskiptingu og umsjónarfélög. Lesa meira
 

Ólöglegir leikmenn í Deildarbikarnum - 1.4.2005

Í samræmi við lið 10.2 í hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Saso Durasevic lék ólöglegur með Leiftri/Dalvík í leik gegn Fjarðabyggð í Deildarbikarnum föstudaginn 18. mars síðastliðinn.

Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög