Mótamál

Miðar á úrslitaleik Meistaradeildar UEFA - 30.3.2005

Frá fimmtudeginum 31. mars til föstudagsins 15. apríl getur knattspyrnuáhugafólk sótt um miða á úrslitaleik Meistaradeildar UEFA, sem fram fer á Atatürk leikvanginum í Istanbul í Tyrklandi miðvikudaginn 25. maí næstkomandi. Lesa meira
 

ÍR auglýsir eftir þjálfara - 30.3.2005

Knattspyrnudeild ÍR leitar að þjálfara fyrir 7. flokk karla og 4. flokk kvenna. Félagið rekur metnaðarfullt starf og leitar eftir þjálfurum með metnað til að starfa með öflugu foreldra- og unglingaráði deildarinnar og hressum iðkendum. Lesa meira
 

Leiðrétting - 30.3.2005

Í ljós hefur komið að vegna mistaka á skrifstofu KSÍ var Hafsteinn Hafsteinsson ranglega skráður í Stjörnuna. Hið rétta er að Hafsteinn fékk leikheimild 21. janúar 2005 með Núma. Mistök þessi hafa verið leiðrétt og úrslit leiks Núma gegn Reyni S. í Deildarbikar KSÍ standa óbreytt. Lesa meira
 

Ólöglegur leikmaður í Deildarbikarnum - 29.3.2005

Í samræmi við lið 10.2 í hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Hafsteinn Hafsteinsson lék ólöglegur með liði Núma í leik gegn Reyni S. í Deildarbikarnum sunnudaginn 20. mars síðastliðinn. Úrslitum leiksins hefur því verið breytt og þau skráð 3-0, Reyni í vil.

Lesa meira
 

Ýmir í stað Drangs - 23.3.2005

Drangur hefur ákveðið að hætta þátttöku í Deildarbikarkeppni KSÍ og hefur Siglingafélagið Ýmir í Kópavogi tekið sæti þeirra. Leikir félagsins breytast ekki að öðru leyti. Ýmir mun einnig taka yfir skráningar Drangs í meistaraflokki karla næsta sumar. Lesa meira
 

Valsmenn Reykjavíkurmeistarar í 1. flokki karla - 22.3.2005

Reykjavíkurmóti 1. flokks karla lauk á sunnudag með úrslitaleik í Egilshöll milli Víkings og Vals. Víkingar höfðu lagt Þrótt í undanúrslitum en Valsmenn Leikni. Hlíðarendaliðið var sterkara í úrslitaleiknum, vann með fjórum mörkum gegn einu og hampaði þar með Reykjavíkurmeistaratitlinum í 1. flokki karla. Lesa meira
 

Mót sumarsins - Drög að niðurröðun - 21.3.2005

Drög að mótum sumarsins voru birt hér á vefnum fyrr í mánuðinum. Athugasemdir félaga þurfa að berast í síðasta lagi á morgun, þriðjudaginn 22. mars. Félög sem hyggjast ekki gera athugasemdir eru beðin um að senda tölvupóst því til staðfestingar. Lesa meira
 

Fjölmargir leikir um helgina - 18.3.2005

Um helgina fara fram fjölmargir leikir í Deildarbikarnum, í A- og B-deild karla og A-deild kvenna. Leikið verður í Boganum á Akureyri, Egilshöll í Reykjavík, Fífunni í Kópavogi og Reykjaneshöll. Að auki fer fram einn leikur í Faxaflóamóti kvenna á Ásvöllum í Hafnarfirði. Lesa meira
 

Knattspyrnufélagið Valur auglýsir eftir þjálfara - 15.3.2005

Knattspyrnufélagið Valur auglýsir eftir aðalþjálfara fyrir 7. flokk karla. Hjá félaginu er unnið metnaðarfullt starf við þjálfun yngri flokka í samræmi við knattspyrnu- og uppeldisstefnu Vals. Lesa meira
 

Garðar Örn dæmir í Króatíu - 14.3.2005

Garðar Örn Hinriksson verður dómari í 3. riðli EM U17 landsliða karla í Króatíu dagana 15. til 19. mars næstkomandi. Gunnar Sverrir Gunnarsson verður aðstoðardómari í leikjum Garðars, en þeir Garðar og Gunnar eru báðir nýir á milliríkjalista FIFA. Lesa meira
 

Mót sumarsins - Drög að niðurröðun - 11.3.2005

Drög að mótum sumarsins má nú skoða hér á vefnum. Félög eru vinsamlegast beðin um að skoða leiki sína og koma athugasemdum á framfæri í síðasta lagi þriðjudaginn 22. mars. Lesa meira
 

Deildarbikar kvenna hefst um helgina - 10.3.2005

Deildarbikarkeppni kvenna hefst á föstudag með viðureign Breiðabliks og KR í Fífunni. Á laugardag mætast svo FH og Stjarnan í Reykjaneshöll. Deildarbikarkeppni kvenna er skipt í þrjár deildir, A, B og C. Niðurröðun leikja má skoða í valmyndinni hér til vinstri, undir Mótamál / Mót. Lesa meira
 

Miklir yfirburðir Vals í RM mfl. kvenna - 9.3.2005

Reykjavíkurmóti meistaraflokks kvenna lauk á mánudag með viðureign Fjölnis og HK/Víkings í Egilshöll. Valur vann alla sína leiki í mótinu og hafði mikla yfirburði í þeim öllum. Lesa meira
 

Bolungarvík í stað Skallagríms - 9.3.2005

Skallagrímur frá Borgarnesi hefur hætt við þátttöku í Deildarbikarkeppni KSÍ og mun Bolungarvík taka sæti Borgnesinga í mótinu. Bolungarvík leikur því í 3. riðli B-deildar, ásamt BÍ, Gróttu, Haukum, ÍR og Selfossi. Keppni í riðlinum hefst næsta sunnudag með tveimur leikjum. Lesa meira
 

Valur Reykjavíkurmeistari mfl. kvenna - 7.3.2005

Valur tryggði sér sigur í Reykjavíkurmóti meistaraflokks kvenna á laugardag með stórsigri á KR. Lesa meira
 

Faxaflóamót yngri flokka - Niðurröðun - 2.3.2005

Leikjaniðurröðun í Faxaflóamóti yngri flokka hefur nú verið staðfest og má sjá hér á vefnum, undir Mótamál / Mót eða Mótamál / Leikir félaga. Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög