Mótamál

Innimót - Úrslitakeppni yngri flokka - 28.1.2005

Dagana 19. og 20. febrúar næstkomandi fer fram úrslitakeppni yngri flokka innanhúss. Leikstaðir og leikdagar hafa verið ákveðnir og leikjaniðurröðun verður birt fljótlega. Lesa meira
 

Úrskurður samninga- og félagaskiptanefndar - 27.1.2005

Samninga- og félagaskiptanefnd hefur úrskurðað í máli milli Víkings R. og Leiknis R. vegna kröfu Víkings um að Leiknir verði beittur refsingum þar sem Leiknir hafi reynt að fá samningsbundinn leikmann til að ganga í raðir félagsins.

Lesa meira
 

Unglingadómaranámskeið 2005 - 27.1.2005

Þrjú unglingadómaranámskeið verða haldin á árinu, líkt og undanfarin ár. Fyrsta námskeiðið verður haldið í febrúar, annað í vor og það þriðja í haust. Öll verða námskeiðin með sama fyrirkomulagi. Lesa meira
 

Grunnskólamóti KRR aflýst - 24.1.2005

Grunnskólamóti KRR (Knattspyrnuráðs Reykjavíkur), sem var í biðstöðu eftir verkfall kennara í október, hefur verið aflýst. Lesa meira
 

Deildarbikarinn - Staðfest niðurröðun - 20.1.2005

Mótanefnd hefur lokið við niðurröðun leikja í Deildarbikarkeppni KSÍ 2005 og verður leikjum hér eftir ekki breytt nema brýna nauðsyn beri til. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar frá þeim drögum sem gefin voru út 20. desember. Lesa meira
 

Reykjavíkurmótið 2005 af stað - 20.1.2005

Reykjavíkurmót meistaraflokks karla hefst í Egilshöll í kvöld, fimmtudagskvöld, þegar Víkingar mæta KR-ingum og Leiknismenn mæta Þrótturum í Egilshöll. Keppni í meistaraflokki kvenna hefst síðan á laugardag með viðureign Fylkis og Vals. Lesa meira
 

Reykjavíkurmót meistaraflokka 2005 - 19.1.2005

Reykjavíkurmót meistaraflokks karla hefst í Egilshöll á fimmtudag þegar Víkingar mæta KR-ingum og Leiknismenn mæta Þrótturum. Keppni í meistaraflokki kvenna hefst síðan á laugardag með viðureign Fylkis og Vals og keppni í 1. flokki karla hefst á föstudag. Lesa meira
 

Landsdeildir 2005 - 18.1.2005

Frumdrög að niðurröðun landsdeilda karla og kvenna 2005, þ.e. Landsbankadeild karla, Landsbankadeild kvenna, 1. deild karla og 2. deild karla, eru nú komin á vefinn. Lesa meira
 

Þátttökutilkynning í knattspyrnumót KSÍ 2005 - 17.1.2005

Minnt er á að lokadagur til að skila þátttökutilkynningum í knattspyrnumót KSÍ 2005 er 19. janúar næstkomandi. Öll nauðsynleg gögn hafa þegar verið send í pósti til aðildarfélaga KSÍ, en viðkomandi skjöl og eyðublöð má einnig finna hér á vef KSÍ, undir Mótamál / Eyðublöð. Lesa meira
 

Mikið um að vera um helgina - 13.1.2005

Um næstu helgi verður mikið um að vera í knattspyrnunni og munu fjölmargir mótaleikir fara fram víðs vegar um landið, auk úrtaksæfinga fyrir U17 og U19 landslið karla sem haldnar eru í Egilshöll og Reykjaneshöll. Lesa meira
 

Faxaflóamót yngri flokka 2005 - 6.1.2005

Faxaflóamót yngri flokka verður með svipuðu fyrirkomulagi og í fyrra og verður leikið í mars, apríl og maí. Leikið er til úrslita í öllum flokkum, nema tveimur yngstu flokkum karla og kvenna, þar sem leikið er í hraðmótsformi. Lesa meira
 

Norðurlandsmót Powerade 2005 - 5.1.2005

Norðurlandsmót Powerade hefst næstkomandi laugardag og er þetta í þriðja sinn sem mótið er haldið. Um er að ræða 8 liða mót sem leikið er í Boganum á Akureyri frá byrjun janúar og fram í mars. Þórsarar unnu mótið 2003, en KA-menn hömpuðu sigri á síðasta ári. Lesa meira
 

Úrskurður samninga- og félagaskiptanefndar - 5.1.2005

Samninga- og félagaskiptanefnd hefur úrskurðað í máli milli Leiknis R. og Víkings R. vegna kröfu Leiknis um að Víkingur verði beittur refsingum þar sem þjálfari Víkings hafi reynt að fá samningsbundinn leikmann til að ganga í raðir félagsins. Niðurstaðan er sú að nefndin veitir Víkingi R. áminningu.

Lesa meira
 

Alls 1.246 félagaskipti á liðnu ári - 4.1.2005

Alls voru félagaskipti á árinu sem leið 1.246 talsins, sem er svipaður fjöldi og árið á undan. Fjöldi félagaskipta árin 1999 - 2002 var tiltölulega stöðugur, en þeim fjölgaði nokkuð árið 2003. Lesa meira
 

Tindsmótið fyrir mfl. karla í Fífunni - 3.1.2005

HK og Bókaútgáfan Tindur halda opið knattspyrnumót fyrir mfl. karla, Tindsmót HK 2005, í Fífunni sunnudaginn 23. janúar. Leikið verður í 7 manna liðum á hálfum velli og notuð mörk í fullri stærð. Lesa meira
 

Vel heppnað Jólamót KRR - 3.1.2005

Jólamót Knattspyrnuráðs Reykjavíkur (KRR) fór fram milli jóla og nýárs og einnig dagana 18., 19. og 21. desember. Mótið var haldið í Egilshöll, leikinn var 631 leikur og þátttakendur voru yfir 3.500 talsins. Fjöldi liða var 367, þar af 252 í karlaflokki og 115 í kvennaflokki. Lesa meira
 

Reykjavíkurmót yngri flokka 2005 - 3.1.2005

Reykjavíkurmót KRR (Knattspyrnuráðs Reykjavíkur) í yngri flokkum karla og kvenna verða leikin að stærstum hluta í mars, apríl og maí. Minnt er á að leikið er eftir nýjum reglum um mótahald í yngri flokkum kvenna. Lesa meira
 

FH-ingar fyrstir til að skila þátttökutilkynningu - 3.1.2005

FH-ingar skiluðu þátttökutilkynningu í knattspyrnumótin 2005 í dag, 3. janúar, og eru því fyrstir til að skila í ár. FH var einnig fyrsta félagið til að skila þátttökutilkynningu á síðasta ári og stóð í kjölfarið uppi sem Íslandsmeistari í mfl. karla! Lesa meira
 

Deildarbikarinn 2005 - Lokafrestur athugasemda - 3.1.2005

Drög að niðurröðun leikja í Deildarbikarkeppni KSÍ 2005 var birt hér á vefnum í síðasta mánuði. Niðurröðunina má skoða í valmyndinni hér til vinstri undir Mótamál / Mót eða Mótamál / Leikir félaga. Athugið að afmarka má leitina með ýmsum hætti. Athugasemdir félaga við niðurröðunina þurfa að berast í síðasta lagi í dag, mánudaginn 3. janúar. Lesa meira
 Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög