Mannvirki

Kópavogshöllin tilbúin

8.4.2002

Kópavogshöllin, fjölnota íþrótta- og sýningahús í Kópavogsdal, er tilbúin til æfinga og keppni í knattspyrnu og frjálsum íþróttum. Af því tilefni var boðið til kynningar á mannvirkinu í dag þegar fyrsta íþróttaæfingin fór þar fram, en meistaraflokkar Breiðabliks og HK í knattspyrnu og úrvalshópur frjálsíþróttadeildar Breiðabliks prófuðu aðstöðuna.

Knattspyrnuvöllurinn er lagður gervigrasi af 3. kynslóð frá Polytan og er af fullri stærð, 105x68 metrar. Lofthæð undir mæni er tæpir 13 metrar og 7,5 við hliðarlínur. Heildarkostnaður við húsið og tengibyggingu er áætlaður 480 - 490 milljónir króna.
Mannvirki
Aðildarfélög
Aðildarfélög