Mannvirki

Opnun knattspyrnuhallarinnar í Grafarvogi

24.4.2002

Knattspyrnuhöllin í Grafarvogi verður formlega opnuð á morgun, Sumardaginn fyrsta, og hefst dagskrá opnunarhátíðar kl. 16:45. Eftir nokkur stutt ávörp verður höllinni gefið nafn og fram fer kappleikur milli úrvalsliðs Ellerts B. Schram og Ómars Ragnarssonar. Fyrsti opinberi knattspyrnuleikurinn í höllinni verður síðan viðureign Fjölnis og Leiknis í Reykjavíkurmóti 2. flokks karla.
Mannvirki
Aðildarfélög
Aðildarfélög