Mannvirki

Egilshöllin vígð

26.4.2002

Knattspyrnuhúsið í Grafarvogi var vígt í gær að viðstöddu miklu fjölmenni og var því gefið nafnið Egilshöllin. Vígsluathöfnin var glæsileg og mikið var um dýrðir. Krakkar úr aðildarfélögum KRR fóru í skrúðgöngu, borgarstjórinn í Reykjavík, forseti ÍSÍ, varaformaður KSÍ og fleiri héldu stutt ávörp, og að lokum fór fram sýningarleikur milli úrvalsliða Ómars Ragnarssonar og Ellerts B. Schram.

Fyrsti opinberi leikurinn í Egilshöllinni var síðan viðureign Leiknis og Fjölnis í Reykjavíkurmóti 2. flokks karla.

Á myndinni hér að ofan má sjá Halldór B. Jónsson, varaformann KSÍ, afhenda Ingibjörgu S. Gísladóttur, borgarstjóra, blómvönd í tilefni dagsins.
Mannvirki
Aðildarfélög
Aðildarfélög