Mannvirki
gervigrasIR

Nýr gervigrasvöllur ÍR-inga

Æfingar eru þegar hafnar á nýjum gervigrasvelli hjá ÍR

9.11.2006

Nýr gervigrasvöllur ÍR hefur verið tekinn til notkunar og er völlurinn hinn glæsilegasti.  Formleg vígsla hefur ekki farið fram en völlurinn er nú þegar tilbúinn til æfinga og nýta boltaglaðir ÍR-ingar sér það til fullnustu.

Eftir er að ganga frá framkvæmdum í kringum völlinn og mun formleg vígsla ekki fara fram fyrr en þær framkvæmdir eru að baki. 

Eins og sjá má á myndinni eru fljóðljós við völlinn og einnig er þessi nýi gervigrasvöllur ÍR-inga, upphitaður.  Völlurinn er á vallarsvæði ÍR við Skógarsel og mun gjörbylta aðstöðu Neðri Breiðhyltinga til knattspyrnuiðkunar.
Mannvirki
Aðildarfélög
Aðildarfélög