Mannvirki

Vígsluleikur nýs leikvangs

27.8.2004

Á fimmtudag fór fram vígsluleikur nýs aðalleikvangs Stjörnunnar. Kvennalið Stjörnunnar lék gegn liði Íslandsmeistara KR í Landsbankadeild kvenna og gerðu liðin 1-1 jafntefli í hörkuleik.

Hinn nýi Stjörnuvöllur er lagður með gervigrasi af þriðju kynslóð og er Stjarnan fyrsta félagið hér á landi sem leggur gervigras á aðalleikvang sinn. Völlurinn er flóðlýstur og við hann er glæný stúka sem mun taka um 1.000 manns í sæti.

Halldór B. Jónsson, varaformaður KSÍ, afhenti Bjarna Benediktssyni, formanni knattspyrnudeildar Stjörnunnar, viðurkenningarskjöld í tilefni vígslunnar.
Mannvirki
Aðildarfélög
Aðildarfélög