Mannvirki
Egilshöll

Gúmmí á gervigrasvöllum

Vegna umræðu um gúmmínotkun á gervigrasvöllum

26.6.2006

Töluverð umræða hefur verið undanfarið um gúmmífyllingu í gervigrasi og þá einkum hvort heppilegt sé að vera með gúmmíkorn úr möluðum bíldekkjum.

Umræða hefur einnig verið um þetta á Norðurlöndunum og víðar, og skiptar skoðanir um það.  Knattspyrnusambönd Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar kostuðu nýlega rannsókn á þessu og var hún gerð af Lýðheilsustofnun Noregs.  Upphaf þessarar könnunar voru órökstuddar fullyrðingar sem komu frá Svíþjóð á síðasta ári um hættuna við notkun bíldekkjagúmmís í gervigrasi.  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru svo að vitnað sé beint í norska heimild:

“Nasjonalt folkehelseinstitutt mener at kunstgressbaner med granulat fremstilt av oppmalt bilgummi, ikke er helsefarlige. De tar imidlertid et visst forbehold når det gjelder utvikling av astma og luftsveiallergi ved bruk av denne type baner inne i haller.”

Eða þýtt á íslensku

“Norska lýðheilsustofnunin telur að gervigrasvellir með gúmmíkornum framleiddu úr bíldekkjum sé ekki heilsuspillandi.  Þeir setja hins vegar smá fyrirvara varðandi notkun innanhúss í knattspyrnuhöllum með tilliti til astma eða ofnæmis í öndunarfærum.”

Gúmmí er efni sem er í umhverfinu og ekki síst í borgum.  Börn eru á hjólum með gúmmídekkjum, eða leika sér í námunda við götur þar sem bílar spæna upp gúmmí, og slíkt er örugglega varhugaverðara vegna myndunar fíngerðs gúmmíryks, en það að hlaupa á gervigrasvelli með gúmmíkornafyllingu af kornastærðinni 0.5 - 3 mm.  Almennt má segja að það sem sett sé fyrirvari um sé að niðurbrotið gúmmí eða snefilefni úr því komist í jarðveg eða grunnvatn, en slíkt er erfitt að koma alveg í veg fyrir í borgarumhverfi þar sem bílisminn ræður.

KSÍ hefur fylgst nokkuð vel með þessum málum.  Sama má segja um FIFA og UEFA, en ekkert hefur komið fram sem bendir til að þetta sé hættulegt.  Það eru þó allir sammála um að þetta gúmmí sé ekki besta lausnin en hún er hins vegar sú langódýrasta.  Meðan ekkert haldbært hefur komið fram um að ástæða sé til að óttast þetta sérstaklega þá er ekki rétt að banna notkun þess.

Fyrir þá sem vilja kynna sér niðurstöður norsku könnunarinnar nánar er bent á eftirfarandi vefslóð, og þar eru einnig fleiri vefslóðir um þetta efni:

http://www.sft.no/nyheter/dbafile14536.html

Lífið er ekki hættulaust.  Þannig hefur verið bent á af aðilum sem fást við heilsuvernd að ofverndun barna gagnvart náttúrunni og því sem þar finnst, sé í dag einn stærsti orsakavaldur í geysimikilli aukningu ofnæmisviðbragða samanborið við fyrri tíð.  Líkaminn kunni ekki lengur að bregðast rétt við náttúrlegu áreiti. Afleiðingar þessa eru trúlega stærra vandamál fyrir knattspyrnuiðkun en ofangreint.  Þar er átt við að grasofnæmi og frjókornaofnæmi getur gert knattspyrnuiðkun á grasvöllum erfiða fyrir ákveðna einstaklinga sem þjást af ofnæmi af þessu tagi.

 
Mannvirki
Aðildarfélög
Aðildarfélög