Mannvirki
Kristinn Jóhannsson ásamt Ágústi Jenssyni

Kristinn vallarstjóri þriðja árið í röð

Kjörið fór fram á uppskeruhátíð SÍGÍ

26.2.2015

Kristinn V. Jóhannsson var á dögunum valinn fótboltavallarstjóri ársins 2014 en kjörið fór fram á uppskeruhátíð Samtaka Íþrótta og Golfvallarstarfsmanna á Íslandi (SÍGÍ).  Þetta er í þriðja skiptið sem vallarstjórar ársins eru valdir og í þriðja skiptið sem Kristinn hampar þessum titli.

Þá var Bjarni Þór Hannesson, vallarstjóri Golfklúbbsins Keilis, valinn golfvallastjóri ársins en Bjarni hefur einnig verið ráðgjafi varðandi umhirðu Laugardalsvallar sem og Mannvirkjanefnd KSÍ.

Í tilkynningu frá SÍGÍ segir meðal annars:

"„Hvaleyrarvöllur skartaði sínu fegursta síðastliðið sumar og er Bjarni vel að þessari viðurkenningu kominn. Þetta er þriðja árið í röð sem Kristinn hlýtur þessi verðlaun og er hann vel að þeim kominn, enda er Laugardalsvöllur ávallt í frábæru ástandi.  Síðastliðinn vetur var virkilega erfiður bæði á knattspyrnuvöllum sem og á golfvöllum og alveg ljóst að Bjarni og Kristinn sem og fleiri vallarstjórar á völlum landsins unnu þrekvirki í því að koma sínum völlum í gott standi fyrir sumarið."

Knattspyrnusambandið óskar þeim Kristni og Bjarna til hamingju með árangurinn

Kristinn Jóhannsson ásamt Ágústi Jenssyni

Bjarni Hannesson


Mannvirki
Aðildarfélög
Aðildarfélög