Mannvirki

Klaki fjarlægður af Laugardalsvelli

Margir vellir á höfuðborgarsvæðinu undir klakabrynju

20.1.2014

Unnið hefur verið í því í dag að fjarlægja klakabrynju sem legið hefur yfir Laugardalsvelli síðustu vikur.  Klakabrynja þekur marga knattspyrnuvellina þessa dagana og getur farið illa með grasið ef ekki er neitt í gert.

Klakinn er brotinn upp með þar til gerðu tæki og svo sópað af vellinum.  Mikilvægt er að knattspyrnuyfirvöld fylgist vel með sínum völlum og grípi til viðeigandi aðgerða tímanlega.
Mannvirki
Aðildarfélög
Aðildarfélög