Mannvirki
Stjörnuvöllur

Leikvangar sem bera nafn kostunaraðila

Samsung völlurinn í Garðabæ sá nýjasti

2.7.2012

Það hefur færst í aukana síðustu ár að gerðir séu samstarfssamningar milli íþróttafélaga og fyrirtækja um að leikvangar beri nöfn kostunaraðila, og hefur sú þróun átt sér stað í knattspyrnunni um gjörvalla Evrópu.  Ísland er engin undantekning í þessum málum og nú síðast var undirritaður samningur um að Stjörnuvöllur beri heitið Samsung-völlurinn. 

Aðrir leikvangar á Íslandi sem bera nafn kostunaraðila:

  • Hertz völlurinn í Breiðholti (ÍR)
  • N1 völlurinn í Sandgerði (Reynir)
  • Njarðtaksvöllurinn í Njarðvík
  • Nettóvöllurinn í Reykjanesbæ (Keflavík)
  • Samsung völlurinn í Garðabæ (Stjarnan)
  • Vodafonevöllurinn að Hlíðarenda (Valur)
  • Schenker völlurinn að Ásvöllum (Haukar)Mannvirki
Aðildarfélög
Aðildarfélög