Mannvirki
Knattspyrnusamband Íslands

Úthlutað úr Mannvirkjasjóði KSÍ 2012

Í fimmta skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum

11.5.2012

 

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 26. apríl síðastliðinn að úthluta úr Mannvirkjasjóði KSÍ og er þetta í fimmta skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum en ný reglugerð um sjóðinn tók gildi í byrjun árs 2012.  Alls var úthlutað til 13 verkefna og í samræmi við reglugerð um sjóðinn njóta forgangs þær umsóknir sem miða að því að uppfylla leyfiskerfi KSÍ.

Sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja til þess að skapa iðkendum, stjórnendum, áhorfendum og öðrum sem besta aðstöðu.

Úthlutanir úr Mannvirkjasjóði KSÍ 2012:

Umsóknir 2012
Umsókn Verkefni Styrkveiting
ÍBV Stúkubygging við Hásteinsvöll 15.000.000 kr.
BÍ/Bolungarvík Stúka við Torfnesvöll 15.000.000 kr.
Víðir Garði Girðingar, frágangur við völl 1.000.000 kr.
Fjarðabyggð Vallarhús við Eskifjarðarvöll 2.000.000 kr.
Hvöt Vallarhús við Blönduósvöll 1.000.000 kr.
Njarðvík Frágangur við áhorfendasvæði, göngustígar o.fl. 1.000.000 kr.
Fjölnir Frágangur við áhorfendasvæði, göngustígar o.fl. 1.000.000 kr.
ÍR Frágangur við áhorfendasvæði, göngustígar o.fl. 1.000.000 kr.
Tindastóll Varanleg aðstaða fyrir blaðamenn 500.000 kr.
Völsungur Nýr gervigrasvöllur - æfingasvæði 10.000.000 kr.
Stjarnan Endurnýjun á knattspyrnugrasi - bygging æfingavallar ofl. 7.500.000 kr.
Keflavík Æfingasvæði við Reykjaneshöll 2.000.000 kr.
Fylkir Stúkubygging við Fylkisvöll 15.000.000 kr.
Hamar Hamarshöllin í Hveragerði 10.000.000 kr

Hluti styrkhafa höfðu áður fengið vilyrði fyrir styrkveitingu til ofangreindra framkvæmda en fjárhæðirnar koma til greiðslu á næstu árum.
Mannvirki
Aðildarfélög
Aðildarfélög