Úttekt valla
Frá KR-velli

Gátlisti fyrir úttekt knattspyrnuvalla

Unninn úr reglugerð um knattspyrnuleikvanga

Hér að neðan er hlekkur á gátlista fyrir úttekt knattspyrnuvalla, sem unninn er upp úr reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga.  Í reglugerðinni segir m.a.:

5.2 - KSÍ gefur út vallarleyfi í samræmi við reglugerð þessa að fenginni umsókn frá félaginu sem á eða nýtir völlinn. Umsókn um það skal berast KSÍ eigi síðar en 15. janúar þar sem fram kemur hvaða forsendur og kröfur völlurinn uppfyllir. Í framhaldi af því tekur KSÍ leikvanginn út og metur stöðu hans. Vallarleyfið skal gefið út til allt að tveggja ára í senn, í samræmi við stöðu leikvangs og reglugerð og skal það liggja fyrir 1. febrúar á útgáfuári. Stjórn KSÍ getur þó hvenær sem er afturkallað eða breytt vallarleyfi ef ástæða þykir til.

Þetta þýðir að félögin sjálf sjá um úttekt á vellinum áður en sótt er um vallarleyfi til mannvirkjanefndar KSÍ.

Gátlisti fyrir úttekt valla:

Vinnuferli - Úttekt keppnisvalla og útgáfa vallarleyfa

 


Aðildarfélög
Aðildarfélög