Mannvirki

Umsóknarfrestur í Mannvirkjasjóð KSÍ er til 1. mars 2018

Til úthlutunar eru 50 milljónir króna

23.2.2018

Umsóknarfrestur í Mannvirkjasjóð KSÍ er til 1. Mars, en sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja á Íslandi á árunum 2016 - 2019, til þess að skapa iðkendum, áhorfendum og stjórnendum sem besta aðstöðu. 

Samkvæmt reglugerð skal sérstaklega tekið mið af stöðu umsækjanda gagnvart leyfiskerfi KSÍ við úthlutun styrkja og skulu umsóknir sem miða að því að uppfylla ákvæði leyfiskerfis KSÍ njóta forgangs. 

Styrkir eru ekki veittir til kaupa á búnaði og ekki til leigu á mannvirkjum eða búnaði.

Hámarksstyrkur við hvert verkefni getur orðið 15 milljónir króna, en jafnaði ekki meira en nemur þriðjungi af raunkostnaði framkvæmdar. Umsóknum þarf að skila á sérstöku eyðublaði ásamt nauðsynlegum fylgigögnum og verða umsóknum sem ekki uppfylla þær kröfur ekki teknar til afgreiðslu. 

Sérstaklega verður farið yfir upplýsingar um stöðu undirbúnings verkefnis og verktíma og gera skal ráð fyrir því í að kallað verði eftir ítarlegri upplýsingum um hvert og eitt verkefni ef ástæða þykir til. Í einhverjum tilfellum munu fulltrúar KSÍ heimsækja umsækjendur og fara yfir fyrirhuguð verkefni.

Eyðublað
Mannvirki
Aðildarfélög
Aðildarfélög