Mannvirki
Ný stúka hjá Fylki

Úthlutun úr Mannvirkjasjóði 2017

Alls var úthlutað til 25 verkefna, samtals 170 milljónum króna

12.5.2017

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 26. apríl síðastliðinn úthlutun úr Mannvirkjasjóði KSÍ. Þetta í tíunda skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum en ný reglugerð um sjóðinn tók gildi í byrjun árs 2016. 

Alls var úthlutað til 25 verkefna, samtals um 170 milljónum króna. Í samræmi við reglugerð um sjóðinn njóta forgangs þær umsóknir sem miða að því að uppfylla kröfur vegna leyfiskerfis KSÍ. Vilyrði fyrir styrk þarf að endurnýja fyrir þau verkefni sem ekki hefjast á árinu. 

Sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja til þess að skapa iðkendum, stjórnendum, áhorfendum og öðrum sem besta aðstöðu.

Úthlutanir úr Mannvirkjasjóði að þessu sinni voru eftirtaldar:

Félag Verkefni Úthlutun
Breiðablik Framkvæmdir við fjölmiðlaaðstöðu ofl. 1.000.000
FH Knatthús og gervigras 15.000.000
FH Framkvæmdir við grasæfingavelli 5.000.000
Fylkir Aðalvöllur í gervigras 10.000.000
Grindavík Leikmanna og félagsaðstaða 15.000.000
Grindavík Endurnýjun þak á stúku 3.000.000
Haukar Bygging knatthús og stækkun stúku 15.000.000
Hvöt Framkvæmdir við keppnisvöll 500.000
ÍA Endurnýjun á gervigrasi í höll 5.000.000
ÍA Framkvæmdir við aðalvelli 2.000.000
ÍR Búningsaðstaða, umgjörð og gervigras 15.000.000
KA Framkvæmdir við Akureyrarvöll 2.000.000
Keflavík Búningaaðstaða æfingavöllur 500.000
KR Aðstaða fyrir fjölmiðla 450.000
KR Bætt salernisaðstaða f áhorfendur 450.000
Leiknir Knatthús 15.000.000
Magni Varamannaskýli 1.000.000
Njarðvík Framkvæmdir á vallarsvæði 500.000
Selfoss Yfirbyggt knatthús 15.000.000
Stjarnan Nýr keppnisvöllur og tveir nýir æfingavellir 10.000.000
Stjarnan Aðstaða fyrir fjölmiðla 2.000.000
Stjarnan Aðstaða fyrir miða-og veitingasölu 2.000.000
Tindastóll Bygging gervigrasvallar 10.000.000
Vestri Knatthús 10.000.000
Þróttur R. Endurbætt stúka ofl. 15.000.000
  Samtals: 170.400.000
Mannvirki
Aðildarfélög
Aðildarfélög