Mannvirki

Umsóknarfrestur í Mannvirkjasjóð KSÍ er til 1. mars 2017

Hámarksstyrkur við hvert verkefni getur orðið 15 milljónir króna

27.2.2017

Umsóknarfrestur í Mannvirkjasjóð KSÍ er til 1. mars en sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja á Íslandi á árunum 2016 - 2019, til þess að skapa iðkendum, áhorfendum og stjórnendum sem besta aðstöðu. 

Hámarksstyrkur við hvert verkefni getur orðið 15 milljónir króna, en jafnaði ekki meira en nemur þriðjungi af raunkostnaði framkvæmdar. Umsóknum þarf að skila á sérstöku eyðublaði ásamt nauðsynlegum fylgigögnum. Aðeins aðildarfélög KSÍ geta sótt um styrk. 

Nánari upplýsingar má finna hér.
Mannvirki
Aðildarfélög
Aðildarfélög