Mannvirki
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

EM í Frakklandi - Ertu að fara á völlinn?

Kynnið ykkur reglur leikvanganna í Frakklndi

14.6.2016

Stóra stundin er nú runnin upp.  Þúsundir Íslendinga eru nú staddir í Frakklandi að gera sig klára til þess að styðja íslenska liðið.  Það er mikilvægt að allir standi klárir á þeim reglum sem gilda á leikvöngum í Frakklandi og hér að neðan má finna þær reglur sem gilda í keppninni.  Þarna má m.a. finna það sem ekki er leyfilegt að taka með inn á völlinn og er hægt að miða við að það sem ekki má taka með í flugvél má ekki fara með inn á völlinn.

Þá er vert að minna á að starfsmaður KSÍ, Guðlaugur Gunnarsson, verður staddur í svokölluðu "Fan Zone" í St. Etienne frá kl. 15:00 til 19:00 að staðartíma og mun veita upplýsingar varðandi miðamál.  Þetta "Fan Zone" er staðsett í Francois Mitterand garðinum og er um 10 mínútna gangur þaðan á leikvanginn.

Þá er hægt að finna ýmsar upplýsingar um stöðu mála á Facebooksíðu Ríkislögreglustjóra en hópur frá lögreglunni er á staðnum til halds og trausts.  Vert er einnig að minna á símanúmer borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins:+354 545 9900, sem gætir hagsmuna og öryggis íslenskra ríksiborgara á erlendri grundu.  En fyrst og fremst minnum við alla á að njóta augnabliksins og óskum öllum góðrar skemmtunar.

Reglur leikvanga á EM í Frakklandi

Mannvirki
Aðildarfélög
Aðildarfélög