Mannvirki

Laugardalsvöllur leitar eftir sumarstarfsfólki fyrir sumarið 2016

Æskilegt er að umsækjendur séu á aldrinum 20-30 ára og vera tilbúnir að leggja á sig mikla vinnu yfir sumarmánuðina og fram á haust

29.3.2016

Laugardalsvöllur leitar eftir sumarstarfsfólki fyrir sumarið 2016. Starfið er krefjandi og fjölbreytt og snýr að vallarsvæði Laugardalsvallar, almennri umhirðu þess og viðhaldi. Frábært væri að umsækjendur gætu byrjað snemma í maí og unnið fram í október. Annars er hægt að semja um vinnutímabil ef þess þarf.

Æskilegt er að umsækjendur séu á aldrinum 20-30 ára og vera tilbúnir að leggja á sig mikla vinnu yfir sumarmánuðina og fram á haust. Tilvalið starf með skóla.

Starfið byggist á dagvinnu og mikilli yfirvinnu á kvöldin og um helgar í kringum frjálsíþróttamót,  knattspyrnuleiki og aðra viðburði á vellinum.

Umsókninni skal fylgja ferilskrá, hvenær viðkomandi getur hafið störf og almennar upplýsingar um viðkomandi.

Áhugsamir um þetta starf og frekari upplýsingar er hægt að finna með að senda póst á kristinn@ksi.is

Umsóknarfrestur er til hádegis 15. apríl 2016.
Mannvirki
Aðildarfélög
Aðildarfélög