Mannvirki
Ný stúka hjá Fylki

Breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga

Samþykktar á fundi stjórnar KSÍ 29. október

5.11.2015

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 29. október breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga. 

Í nýrri reglugerð kemur m.a. fram að kurl í gervigrasi skal vera af viðurkenndri gerð, ljóst að lit og án efna sem teljast skaðleg heilsu eða mengandi.   Er það í samræmi við samþykkt stjórnar KSÍ frá 9. október sl. þar sem samþykkt var að mæla gegn notkun á endurnýttum hjólbörðum í nýjum völlum með knattspyrnugrasi og við endurnýjun eldri valla.  Á sama fundi var jafnframt samþykkt að úttekt verði gerð á fjölda valla með knattspyrnugrasi og hvaða fylliefni notuð eru í þeim.  Fram komi hvort áætlun sé um hjá eigendum vallanna að skipta um fylliefni og fjarlægja dekkjakurl.    

Hér má finna frekari upplýsingar um breytingar á reglugerðinni og reglugerðina:

Dreifibréf til félaga

Reglugerðin
Mannvirki
Aðildarfélög
Aðildarfélög