Mannvirki
Kristinn og Ágúst með viðurkenningar sínar

Vallarstjórar ársins heiðraðir á aðalfundi SÍGÍ

Kristinn V. Jóhannsson á Laugardalsvelli vann til verðlauna annað árið í röð

3.3.2014

Samtök Íþrótta- og Golfvallastarfsmanna á Íslandi (SÍGÍ) héldu aðalfund sinn síðastliðinn föstudag. Þar voru kunngerð úrslit í vali á knattspyrnu- og golfvallastjóra ársins.  Þetta er annað árið sem valið fer fram, en það eru dómarar og þjálfarar í efstu deild karla sem velja knattspyrnuvallastjóra ársins.  Besti golfvallastjórinn er valinn af afrekshópi golfsambandsins,  golfkennurum og landsdómurum.

Í flokki knattspyrnuvalla sigraði Kristinn V. Jóhannsson fyrir Laugardalsvöll.  Laugardalsvöllur skartaði sínu fegursta þetta árið, þrátt fyrir oft á tíðum slæmt veðurfar.  Mikið afrek var svo unnið þegar Laugardalsvöllur var í frábæru ástandi um miðjan nóvember þegar leikur Íslands og Króatíu fór fram.  Það voru ekki margir sem bjuggust við því að hægt væri að bjóða upp á slíkar aðstæður í Laugardalnum og því er Kristinn vel að titlinum kominn, annað árið í röð.   

Í flokki golfvalla varð Ágúst Jensson fremstur á meðal jafningja fyrir Korpuvöll Golfklúbbs Reykjavíkur.  Þess má geta að Ágúst hefur aðstoðað knattspyrnuvallarstjóra dyggilega í gegnum tíðina með vinnu sinni og þekkingu.
Mannvirki
Aðildarfélög
Aðildarfélög