Mannvirki

Hefill tekur snjó og klaka af Laugardalsvelli

Snjór og klaki hreinsaður af Laugardalsvelli í dag - 31.1.2014

Í dag var unnið í því að hreinsa snjó og klaka af Laugardalsvelli en sem kunnugt hefur vetrartíð gert grasvöllum gramt í geði síðustu misseri.  Starfsmenn Laugardalsvallar og KSÍ hófust handa í morgun að hreinsa snjó og kaka af vellinum en fengu síðar um daginn liðsauka í veghefli.

Lesa meira
 
Bjarni Guðleifsson

Vel sóttur fyrirlestur Bjarna Guðleifssonar um klaka á íþróttavöllum - 30.1.2014

Miðvikudaginn 29, janúar hélt Bjarni E. Guðleifsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, fyrirlestur í höfuðstöðvum KSÍ um klakavandamál á golf- og knattspyrnuvöllum.  Fyrirlesturinn, sem var á vegum SÍGÍ, var vel sóttur en alls mættu 50 manns og hlýddu á Bjarna.

Lesa meira
 

SÍGÍ boðar til fundar um klakavandamál á golf- og knattspyrnuvöllum - 28.1.2014

SÍGÍ boðar til fundar um klakavandamál á golf- og knattspyrnuvöllum, miðvikudaginn 29. janúar kl. 14:00, á 3. hæðinni hjá KSÍ.  Á fundinn mætir Bjarni E. Guðleifsson prófessor, en hann hefur rannsakað þetta vandamál til fjölda ára.

Lesa meira
 

Klaki fjarlægður af Laugardalsvelli - 20.1.2014

Unnið hefur verið í því í dag að fjarlægja klakabrynju sem legið hefur yfir Laugardalsvelli síðustu vikur.  Klakabrynja þekur marga knattspyrnuvellina þessa dagana og getur farið illa með grasið ef ekki er neitt í gert.

Lesa meira
 
Flodljos2005

Umsóknarfrestur í Mannvirkjasjóð KSÍ er til 1. febrúar 2014 - 15.1.2014

Umsóknarfrestur í Mannvirkjasjóð KSÍ er til 1. febrúar en sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja til þess að skapa iðkendum, stjórnendum, áhorfendum og öðrum sem besta aðstöðu.
Lesa meira
 Mannvirki
Aðildarfélög
Aðildarfélög