Mannvirki
Egilshöll

Bæklingur KSÍ um byggingu knattspyrnuleikvanga á Íslandi

Leiðbeinandi upplýsingar um byggingu knattspyrnuleikvanga á Íslandi

22.7.2010

KSÍ hefur gefið út bækling sem hefur að geyma leiðbeinandi upplýsingar um byggingu knattspyrnuleikvanga á Íslandi.  Bæklingurinn hefur þegar verið sendur til aðildarfélaga KSÍ en þeir sem hafa áhuga á að nálgast hann geta séð hann hér að neðan eða haft samband við skrifstofu KSÍ.

Bæklingur þessi er gefinn út af Knattspyrnusambandi Íslands (KSÍ) til að kynna þá umgjörð fyrir knattspyrnuleiki sem hentar við íslenskar aðstæður og sómi er að fyrir knattspyrnufélög og sveitarfélög. Markmiðið er að skapa skemmtilegt og vinsamlegt umhverfi fyrir knattspyrnuunnendur, jafnt leikmenn sem áhorfendur.  KSÍ hefur á undanförnum árum mótað þessa umgjörð í formi reglugerðar og vill með bæklingnum hjálpa og styðja við knattspyrnufélögin í landinu við sjálfa uppbygginguna. 

Bæklingurinn er leiðbeinandi - hann veitir ákveðnar grunnupplýsingar og sýnir hugmyndir eða tillögur um fyrirkomulag, en ekki endanlega útfærslu.  Við hönnun mannvirkis eða nákvæma útfærslu á knattspyrnuleikvangi verður að leita beint í Reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga og aðrar opinberar mannvirkjareglugerðir til að tryggja að allar kröfur séu uppfylltar.

Knattspyrnuleikvangar
Mannvirki
Aðildarfélög
Aðildarfélög