Mannvirki
Grindavíkurvöllur

Úthlutað úr Mannvirkjasjóði KSÍ 2010

Aldrei hafa fleiri umsóknir borist

31.5.2010

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 27. maí síðastliðinn að úthluta 31 milljón úr Mannvirkjasjóði KSÍ en þetta er í þriðja skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum.  Alls var úthlutað til 12 verkefna en umsóknir hafa aldrei verið fleiri eða 19 talsins.

Sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja til þess að skapa iðkendum, stjórnendum, áhorfendum og öðrum sem besta aðstöðu.

Úthlutanir úr Mannvirkjasjóði KSÍ 2010:

Umsókn Verkefni Styrkveiting
Fjarðabyggð Framkvæmdir við Eskifjarðarvöll 2.000.000 kr.
Hamar Stúka með 150 sætum við Grýluvöll    500.000 kr.
Selfoss Nýr grasvöllur og áhorfendastúka 10.000.000 kr.
Kormákur Gras á malarvöll 1.000.000 kr.
Haukar Stúkubygging við gervigrasvöll 2.000.000 kr.
Magni Endurnýjun keppnisvallar-nýtt æfingasvæði 2.000.000 kr.
Keflavík Endurnýjun keppnisvallar-nýtt æfingasvæði 5.000.000 kr.
Njarðvík Áhorfendastúka við Njarðtaksvöll 3.000.000 kr.
Sindri Gervigrasvöllur - æfingaaðstaða 3.000.000 kr.
Grindavík Viðbygging við búningsklefum 1.000.000 kr.
Hvöt Framkvæmdir við Blönduósvöll    500.000 kr.
Landbúnaðarháskólinn Upphitunartilraun á grasvöllum 1.000.000 kr.
31.000.000 kr.Mannvirki
Aðildarfélög
Aðildarfélög