Mannvirki
Fellavöllur í Fellabæ var vígður 11. janúar 2008

Vellir vígðir á Austurlandi

Tveir sparkvellir og Fellavöllur voru vígðir í dag

11.1.2008

Í dag voru vígðir á Austurlandi 2 sparkvellir og gervigrasvöllur í fullri stærð.  Sparkvellirnir eru við Brúarásskóla og Hallormstaðaskóla en gervigrasvöllurinn, Fellavöllur, er í Fellabæ.  Sparkvellirnir eru hluti af sparkvallaátaki KSÍ og er áætlað að 111 sparkvelli muni rísa í þessu mikla átaki.  Það voru þau Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri og landsliðsþjálfari kvenna, Ingibjörg Hinriksdóttir, formaður fræðslunefndar KSÍ og Guðmundur Ingvason landshlutafulltrúi Austurlands sem voru viðstödd vígslu sparkvallanna fyrir hönd KSÍ.  Þau afhentu við þetta tilefni bolta að gjöf frá KSÍ.

Þá var einnig vígður formlega Fellavöllur í Fellabæ en hann er upphitaður gervigrasvöllur í fullri stærð.  Völlurinn er gerður samkvæmt FIFA Star II kröfum og uppfyllir hann öll skilyrði keppnisvallar að undanskildum kröfum um áhorfendasvæði.

Frá vígslu sparkvallar við Brúarásskóla í janúar 2008

Mynd: Frá vígslu sparkvallar við Brúarásskóla
Mannvirki
Aðildarfélög
Aðildarfélög