Mannvirki
Frá vígslu húsakynna KSÍ, 28. júlí 2007

Húsakynni KSÍ vígð formlega 28. júlí sl.

Michel Platini, forseti UEFA, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra á meðal gesta.

30.7.2007

Laugardaginn 28. júlí fór fram formleg vígsla á nýjum húsakynnum Knattspyrnusambands Íslands.  Michel Platini, forseti UEFA, vígði húsið en margir góðir gestir heiðruðu Knattspyrnusambandið með nærveru sinni m.a. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra.

Bygging húsnæðisins var m.a.styrkt með fjármagni frá UEFA og FIFA og voru fulltrúar frá þeim viðstaddir vígsluna og lýstu mikilli ánægju með hvernig til tókst.

Gestum var boðið að skoða húsakynnin og var svo boðið til kvöldverðar á eftir í tilefni af 60 ára afmælis KSÍ. Við þetta tækifæri fengu 5 aðilar heiðurskross KSÍ fyrir ómetanlegt starf þeirra fyrir íslenska knattpyrnu en það er æðsta orða sem KSÍ veitir. Þessir aðilar voru: Ásgeir Sigurvinsson, Björgólfur Guðmundsson, Guðmundur Jónsson, Halldór Einarsson (Henson) og Hannes Þ. Sigurðsson.

Gullmerki KSÍ fengu við þetta tilefni: Lars-Åke Lagrell, forseti sænska knattspyrnusambandsins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og Ómar Einarsson, sviðsstjóri ÍTR.
Mannvirki
Aðildarfélög
Aðildarfélög