Mannvirki
Frá undirskrift vegna áframhaldandi styrks við sparkvallaátakið

Glæsilegt framlag til sparkvallaátaksins

Eimskip, Kaupþing, Olís og VÍS styðja átakið um 50 milljónir til viðbótar

20.6.2007

Í gær var undirritað samkomulag á milli KSÍ og fjögurra fyrirtækja um áframhaldandi uppbyggingu sparkvalla á landinu.  Stefnt er á að í lok ársins verðir vellirnir orðnir 111 um allt land.

Sparkvallaátakið hófst árið 2004 og var leitað til Eimskips, Kaupþings, Olís og VÍS um að þessi fyrirtæki myndu styrkja átakið.  Fyrirtækin tóku ákaflega vel í þessar umleitanir og styrktu þau átakið um samtals 50 milljónir króna.  Við bættist styrkur frá UEFA og var upphaflega hugmyndin að byggja amk. 40 velli hér á landi.  Undirtektirnar hafa verið stórkostlegar og hefur átakið sífellt orðið viðameira.  Áhugi sveitarfélaganna hefur verið gríðarlega mikill og vellirnir hafa risið upp um allt land.

Í gær var svo undirritað samkomulag þar sem þessi sömu fyrirtæki samþykktu að leggja aðrar 50 milljónir til verkefnisins og er stefnt að því að sparkvellir á Íslandi verði orðnir 111 í lok ársins 2007.

Velvilji þessara fyrirtækja er ómetanlegur í þessu verkefni en hröð uppbygging sparkvalla á Íslandi hefur vakið mikla athygli á meðal aðildarlanda UEFA.

Á myndinni hér að neðan má sjá staðsetningu sparkvalla á landinu.

Staðsetning sparkvalla á Íslandi 2007

 
Mannvirki
Aðildarfélög
Aðildarfélög