Mannvirki
7 tonna fleki hífður

Breytt aðgengi að skrifstofu KSÍ

Gengið inn um gamla innganginn í suðurenda stúkunnar

15.11.2006

Framkvæmdum við Laugardalsvöllinn miðar vel áfram en vegna þeirra, þarf að breyta aðgengi að skrifstofu KSÍ.  Komið er inn um hlið á suðurenda vallarins sem fyrr en gengið svo bakvið stúkuna og inn um gamla innganginn.

Sem fyrr, er hægt að koma á bílum inn um hlið á suðurenda vallarins (Þróttarheimilismegin) og leggja bílum þar.  Þar er svo gengið, sem leið liggur, á bakvið stúkuna.  Gamli góði inngangurinn er svo á hægri hönd og er merktur skrifstofu KSÍ.

Mynd: Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan að þessi mynd var tekin en neðst á miðri mynd sést inngangurinn inn á skrifstofuna þessa dagana.
Mannvirki
Aðildarfélög
Aðildarfélög