Mannvirki
Fjarðabyggðarhöllin

Knattspyrnuhallir á Reyðarfirði og Akranesi

Áhorfendaaðstaða fyrir um 500 manns í húsunum

25.10.2006

Á síðustu dögum hafa tvær nýjar knattspyrnuhallir verið vígðar.  Eru þetta Fjarðabyggðarhöllin á Reyðarfirði og Akraneshöllin.  Eru hallirnar gerðar eftir sömu teikningu, byggðar af SS verktökum og þykja hin glæsilegustu mannvirki.

Hallirnar eru mikil lyftistöng fyrir bæjarfélögin og gjörbylta aðstöðu knattspyrnufólks á svæðinu.  Einnig eru í höllunum aðstaða fyrir frjálsar íþróttir og áhorfendaaðstaða fyrir um 500 manns.

Mikið var um dýrðir við vígslu hallanna og notaði KSÍ tækifærið og færðu félögunum knetti til iðkunar fyrir yngri iðkendur knattspyrnunnar.

Þann 21. nóvember nk. mun fara fram vináttulandsleikur hjá U19 kvenna í Akraneshöllinni þegar að Ísland tekur á móti Englandi.

Mynd að ofan: Fjarðabyggðarhöllin á Reyðarfirði

Mynd að neðan: Akraneshöllin

Knattspyrnuhöllin á Akranesi - Akraneshöllin
Mannvirki
Aðildarfélög
Aðildarfélög