Mannvirki

Boginn formlega tekinn í notkun

18.1.2003

Akureyringar tóku í dag formlega í notkun Bogann, nýtt fjölnota íþróttahús sem staðsett er á félagssvæði Þórs við Skarðshlíð. Boginn er algjör bylting fyrir knattspyrnuiðkendur á Norðurlandi bæði hvað varðar æfinga- og keppnisaðstöðu, enda er um að ræða innanhúss knattspyrnuvöll í fullri stærð. Fjölmargir leikir munu fara þar fram í Deildarbikarnum, sem hefst um miðjan febrúar. Mikið var um dýrðir í Boganum í dag, en m.a. færði Knattspyrnusamband Íslands Þór og KA knetti að gjöf til notkunar á æfingum hjá yngstu iðkendum.
Mannvirki
Aðildarfélög
Aðildarfélög