Mannvirki

Fífan skal hún heita

17.5.2002

Nýja knattspyrnuhöllin í Kópavogi var vígð við hátíðlega athöfn í dag og var henni gefið nafnið Fífan. Það var Sigurður Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs, sem opnaði höllina formlega.

Fífan á vafalaust eftir að verða mikil lyftistöng fyrir knattspyrnufólk í Kópavogi og víðar, en völlurinn er í löglegri keppnisstærð (68x105) og er gervigrasið á honum af svokallaðri þriðju kynslóð.

Eggert Magnússon, formaður KSÍ, færði höllinni veglegan skjöld að gjöf í tilefni dagsins.
Mannvirki
Aðildarfélög
Aðildarfélög