Lög og reglugerðir

Arnór KSÍ-umboðsmaður

19.2.2003

Arnór Guðjohnsen undirritaði í dag yfirlýsingu um framkomu, samkvæmt reglugerð fyrir umboðsmenn leikmanna, þar sem viðkomandi skuldbindur sig til að fylgja þessari reglugerð og grundvallarreglum þeim sem reglugerðin byggist á.

Þann 1. september 2001 voru settar nýjar reglur um umboðsmenn og eru það knattspyrnusambönd viðkomandi landa sem gefa út starfsleyfi. Á Íslandi starfa menn því sem "KSÍ-umboðsmenn". Aðilar sem vilja starfa sem umboðsmenn leikmanna þurfa að standast skriflegt próf, og það gerði Arnór í september á síðasta ári.
Lög og reglugerðir
Aðildarfélög
Aðildarfélög