Lög og reglugerðir
ÍA

Úrskurður í máli ÍA gegn Hafþóri Ægi Vilhjálmssyni

Kröfum ÍA hafnað

19.10.2006

Samninga- og félagaskiptanefnd hefur kveðið upp úrskurð í máli ÍA gegn leikmanninum Hafþóri Ægi Vilhjálmssyni.  ÍA krafðist þess að viðauki við samning leikmannsins yrði metinn ógildur, en Hafþór Ægir taldi viðaukann í fullu gildi. 

Nefndin hafnaði kröfu ÍA.

Úrskurðarorðin eru þannig:

Hafnað er kröfum Knattspyrnufélagsins ÍA að viðauki við KSÍ samning dags. 16. september 2006 milli Knattspyrnufélagsins ÍA og Hafþórs Ægis Vilhjálmssonar verði metinn ógildur.
Lög og reglugerðir
Aðildarfélög
Aðildarfélög