Lög og reglugerðir

Breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót

4.5.2017

Á fundi stjórnar KSÍ 26. apríl sl. samþykkti stjórn KSÍ breytingar á 15. gr. reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót. Um er að ræða breytingar á grein 15.7. og varða hækkun á sérstöku breytingargjaldi ef ósk um breytingu á leik berst innan við sjö daga frá leikdag. 

Gjald þetta er nú orðið kr. 2.000,- í yngri aldursflokkum en kr. 15.000,- í meistaraflokki. Áður var gjaldið kr. 1.000,- í yngri aldursflokkum en kr. 5.000,- í meistaraflokki. 

Áfram mun gjald ekki vera innheimt ef óskin um breytingu er nauðsynleg vegna verkefna landsliða eða annarra óviðráðanlegra orsaka.

Dreifibréf nr. 7/2017 um breytingarnar
Lög og reglugerðir
Aðildarfélög
Aðildarfélög