Lög og reglugerðir
l01260812-bikarkvk-42

Breytt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga

Vegna fjölda fyrirspurna til skrifstofu KSÍ er rétt að minna á þær breytingar sem orðið hafa á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga.

3.1.2017

Þann 16. maí sl. tók gildi breytt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga. Breytingar þær sem orðið hafa á reglugerðinni byggja á niðurstöðum vinnuhóps um félagaskipti og samninga en skipan vinnuhópsins byggir á ályktunartillögu sem lögð var fyrir og samþykkt á 68. ársþingi KSÍ þann 15. febrúar 2014. Um er ræða umfangsmiklar breytingar sem félög og forráðamenn eru hvött til að kynna sér gaumgæfilega. Helstu breytingar eru þessar:

Breytingar á reglum um félagaskiptagjald milli félaga innanlands:

 • Ekki eru lengur greiddar félagaskiptabætur fyrir samningslausan leikmann ef félagaskipti hans fara fram á því almanaksári sem að leikmaðurinn verður 24 ára eða síðar. Samkvæmt sömu grein skal hins vegar greiða félagaskiptagjald við félagaskipti leikmanns sem gerir sinn fyrsta samning við hið nýja félag og félagaskiptin fara fram á því almanaksári sem að leikmaðurinn verður 23 ára eða fyrr. Að sama skapi skal greiða félagaskiptagjald þegar leikmaður sem hefur verið samningsbundinn gengur til liðs við nýtt félag og gerir við það samning á því almanaksári sem að leikmaðurinn verður 23 ára eða fyrr, samkvæmt gr. 18.3.  (Ákvæði 18.2. og 18.3)

 • Samkvæmt greinum 18.2 og 18.3 skal félagaskiptagjald skiptast skv. ákvæði 20.2.2 en sú skipting byggir á skiptingu FIFA á samstöðubótum. (Ákvæði 18.2.)

 • Núverandi stuðlakerfi hefur verið lagt niður sem grunnur að félagaskiptagjaldi en verður áfram notað til að meta verðmæti leikmanna fyrir Leyfiskerfi KSÍ. (Viðauki)

Breytingar á reglum um uppeldisbætur:

 • ATH: Til að félag haldi rétti sínum til félagaskiptabóta, skal það hafið boðið leikmanninum leikmannssamning með sannanlegum hætti eigi síðar en á því almanaksári sem að leikmaðurinn verður 19 ára eða sambandssamning í þeim deildum þar sem ekki er heimilt að gera leikmannssamning. (Ákvæði 18.6.)

Breytingar á reglum um félagaskipti leikmanna á milli landa:

 • 20. gr. reglugerðarinnar fjallar um félagaskipti samningsbundinna leikmanna á milli landa. Sú megin breyting er á skiptingu félagaskiptagjalds að fallið er frá svokallaðri þriggja ára reglu frá og með gildistöku nýrra reglna.

 • Ný regla byggir á að félagaskiptagjaldi er skipt þannig að það félag sem leikmaðurinn er samningsbundinn fær:
  a) Útlagðan kostnað vegna fyrri félagaskipta leikmannsins greiddan.
  b) Fyrstu 75% af því sem eftir stendur.

 • Það sem eftir stendur skiptist á milli félaga sem leikmaðurinn hefur verið hjá eftir þeim leiktímabilum sem leikmaðurinn hefur leikið með þeim. Miðað er við þau almanaksár sem leikmaðurinn var 12 til 23 ára, sbr. töflu sem fram kemur í gr. 20.2.2. Hlutdeild leikmanns í félagaskiptabótum, sem getur að hámarki verið 10%, dregst frá áður en skipting á milli félaga er reiknuð.

Dreifibréf um framangreindar breytingar (12. apríl 2016): http://www.ksi.is/media/logogreglugerdir/4.-Dreifibref-til-felaga-12.04.2016.pdfLög og reglugerðir
Aðildarfélög
Aðildarfélög