Lög og reglugerðir

Tillögur um breytingar á reglugerð kynntar - Uppfært

Viðamiklar breytingar á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga - tveir kynningarfundir haldnir

27.1.2016

Í samræmi við samþykktir 68. og 69. ársþings KSÍ hefur verið unnið að tillögum um breytingar á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga.  Um viðamiklar breytingar er að ræða og ákvað stjórn KSÍ því að halda kynningarfundi um tillögurnar sem hér segir.

  • Þriðjudagur 26. janúar kl. 17:00 í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli - fulltrúar KSÍ verða Haukur Hinriksson, Klara Bjartmarz, Gísli Gíslason og Örn Gunnarsson.
  • Miðvikudagur 27. janúar kl. 17:00 í KA-heimilinu á Akureyri - fulltrúar KSÍ verða Haukur Hinriksson og Örn Gunnarsson
  • Aukakynningarfundur:  Miðvikudagur 3. febrúar kl. 17:00 í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli.Lög og reglugerðir
Aðildarfélög
Aðildarfélög