Lög og reglugerðir
pepsi-deildin-100509_129

Ný leyfisreglugerð KSÍ samþykkt - útgáfa 3.1

Tekur gildi í leyfisferlinu sem hefst 15. nóvember

5.11.2015

Á fundi stjórnar KSÍ 29. október 2015 var samþykkt ný útgáfa af leyfisreglugerð KSÍ og tekur hún gildi í leyfisferlinu sem hefst 15. nóvember.

Meðal breytinga má nefna kröfur um lögformlega stöðu og uppbyggingu leyfisumsækjanda, innihald og bókhaldskröfur vegna undirbúnings ársreiknings og mats endurskoðenda á ársreikningi, kröfur um mat á rekstrarhæfi og nýja kröfu um tengilið félags við fatlaða stuðningsmenn.  

Hér má finna frekari upplýsingar um breytingar á reglugerðinni og reglugerðina.Lög og reglugerðir
Aðildarfélög
Aðildarfélög