Lög og reglugerðir

Breytingar á reglugerðum - Hækkun á sektum

Gjald verður tekið fyrir óskir um breytingar á útgefinni leikjaskrá berist þær með skömmum fyrirvara

17.1.2014

Á fundi stjórnar KSÍ 16. janúar voru gerðar breytingar á reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál og á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Breytingarnar sem um ræðir snúa t.a.m. að hækkun á upphæðum sekta í tilteknum tilfellum og gjald verður tekið fyrir óskir um breytingar á útgefinni leikjaskrá berist þær með skömmum fyrirvara.

Félög eru beðin um að kynna sér efni dreifibréfsins hér að neðan gaumgæfilega og koma því til þeirra er málið varðar.

Dreifibréf - Hækkun sekta
Lög og reglugerðir
Aðildarfélög
Aðildarfélög