Lög og reglugerðir

Þátttaka leikmanna í sýningarleikjum - 31.1.2018

Af gefnu tilefni vill Knattspyrnusamband Íslands koma því á framfæri að sýningarleikir sem fyrirhugaðir eru á föstudag og laugardag eru hvorki skipulagðir af sambandinu né aðildarfélögum þess. Samningsbundnir leikmenn þurfa að hafa heimild frá því félagi sem þeir eru samningsbundir til að taka þátt framangreindum viðburði.

Lesa meira
 
ÍR

Ólöglegir leikmenn hjá ÍR gegn Fjölni í Reykjavíkurmótinu - 16.1.2018

Skrifstofa KSÍ hefur staðfest að ÍR tefldi fram ölöglegu liði gegn Fjölni í leik í Reykjavíkurmóti meistaraflokks karla, sem fram fór 12. janúar síðastliðinn.  Úrslitum leiksins er því breytt, í samræmi við grein 40.1 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót, og Fjölni dæmdur sigur, 3-0.

Lesa meira
 

Breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga - 4.1.2018

Á fundi stjórnar KSÍ 18. desember síðastliðinn samþykkti stjórn KSÍ breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga. Breytingartillaga á reglugerðinni, sem samþykkt var af stjórn, var unnin af mannvirkjanefnd KSÍ. Um er að ræða breytingar á grein 8.4.3.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Breytingar á reglugerð um deildarbikarkeppni karla - 4.1.2018

Á fundi stjórnar KSÍ 18. desember síðastliðinn samþykkti stjórn KSÍ breytingar á reglugerð KSÍ um deildarbikarkeppni karla. Breytingartillaga á reglugerðinni, sem samþykkt var af stjórn, var unnin af mótanefnd KSÍ. Um er að ræða breytingar á grein 2.6.

Lesa meira
 Lög og reglugerðir
Aðildarfélög
Aðildarfélög