Lög og reglugerðir

Breytingar á reglugerð um aðgönguskírteini

Samþykkt á fundi stjórnar KSÍ 15. júní 2017

6.7.2017

Á fundi stjórnar KSÍ, sem fram fór 15. júní, voru samþykktar breytingar á reglugerð KSÍ um aðgönguskírteini. Breytingar þessar eru óverulegar en þær fela í sér að orðalag 1. gr. reglugerðarinnar er nú skýrara en áður og hefur nú verið tekinn allur vafi um hvaða leiki A og DE aðgönguskírteini heimila ókeypis aðgang að. 

Félög eru hvött til að kynna sér þær breytingar sem orðið hafa á reglugerðinni. Dreifibréf, þar sem farið er yfir helstu breytingarnar, hefur verið sent til félaganna. 

Dreifibréf 10 - 2017 

Lög og reglugerðir
Lög og reglugerðir
Aðildarfélög
Aðildarfélög