Lög og reglugerðir
Fífan

Breytingar á reglugerðum

Samþykktar á fundir stjórnar 22. febrúar sl.

13.3.2017

Á fundi stjórnar KSÍ 22. febrúar sl. samþykkti stjórn KSÍ margþættar breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Breytingar þessar eru annars vegar til samræmis við samþykktir ársþings KSÍ 2014 og hins vegar til samræmis við samþykktir ársþings KSÍ 2017.

Breytingar eru þessar: 

  1. Ný ákvæði um heimaalda leikmenn.
  2. Breytingar á reglum er varða bikarkeppni KSÍ. 
  3. Breytingar og reglum um skráningu liða til keppni í Íslandsmóti yngri flokka.
  4. Breytingar á reglum um 5. flokk karla og kvenna – knattspyrna í 8 manna liðum. 
  5. Bráðabirgðaákvæði um þrjá eldri leikmenn hverjum leik í 2. flokki kvenna mun áfram gilda fyrir árið 2017. 
Á sama fundi voru einnig samþykktar breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnu í 7 manna liðum. Mun reglugerðin nú bera heitið reglugerð KSÍ um knattspyrnu í 7 og 8 manna liðum. Breytingar þessar eru til samræmis við samþykktir ársþings KSÍ 2017 um breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Leiða þær samþykktir til þess gera þurfti breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnu í 7 manna liðum.

Dreifibréf númer 2

Dreifibréf númer 3
Lög og reglugerðir
Aðildarfélög
Aðildarfélög