Lög og reglugerðir

Ný reglugerð um ferðaþátttökugjald – Greiðsludagur föstudagurinn 15. maí

Ný reglugerð sem sett var á grundvelli samþykktar ársþings

12.5.2015

Á fundi stjórnar KSÍ 17. apríl sl. var samþykkt ný reglugerð um ferðaþáttökugjald sem sett var á grundvelli samþykktar ársþings KSÍ 2015 og er tilgangur hennar að auka jöfnuð félaga gagnvart ferðakostnaði.  Athygli félaga er vakin á því að greiðsludagur er föstudagurinn 15. maí og hafa reikningar þegar verið sendir út.

Í reglugerðinni er bráðabirgðaákvæði sem gildir árið 2015 um að kostnaði sé skipt u.þ.b. jafnt á milli KSÍ og aðildarfélaga og greiðsludagur verði 15. maí.  Þessi ákvörðun þýðir að þau félög sem eiga að greiða ferðaþátttökugjald greiða að hámarki 75.000-. á lið.

Félög sem eignast inneign komast hjá greiðslu gjaldsins og fá þau inneign greidda skv. útreikningum mótanefndar í tvennu lagi, eftir fyrri og seinni hluta móts.

Hér að neðan má finna téða nýja reglugerð ásamt skjölum sem sýna útreikninga.

Dreifibréf um ferðaþátttökugjald

Útreikningur - Landsdeildir

Útreikningur - 1. deild kvenna og 4. deild karla
Lög og reglugerðir
Aðildarfélög
Aðildarfélög