Lög og reglugerðir
Stjörnuvöllur

Ný leyfisreglugerð sem tekur gildi 1. nóvember 2012

Reglugerðina má finna á heimasíðu KSÍ, bæði á íslensku og ensku

31.10.2012

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 25. október 2012, með fyrirvara um samþykki UEFA, leyfisreglugerð KSÍ sem tekur gildi 1. nóvember 2012. 

Reglugerðina má finna hér á heimasíðu KSÍ, bæði á íslensku og ensku.

Rétt er að vekja sérstaka athygli á breytingum í reglugerðinni er snúa að fjárhagslegri háttvísi félaga.  Í reglugerðinni nú eru ákvæði um jákvæða eiginfjárstöðu og hámarksskuldabyrði en þau ákvæði taka gildi við upphaf leyfisferlis fyrir árið 2014.  

Aðlögun félaga að þessum ákvæðum (greinar 54 og 55 í leyfisreglugerðinni) er til ársins 2017 og verður síðar í haust boðað til kynningar á þessum ákvæðum með aðildarfélögum.
Lög og reglugerðir
Aðildarfélög
Aðildarfélög