Lög og reglugerðir
Merki FIFA

Breytingar á reglugerðum FIFA um félagaskipti

Félögin beðin um að kynna sér þessar breytingar gaumgæfilega

2.11.2009

 

FIFA hefur gert ýmsar breytingar á reglugerð um félagskipti leikmanna (FIFA Regulations on the Status and Transfer of Players) og tóku þær gildi 1. október síðastliðinn.

KSÍ vill vekja athygli á eftirfarandi atriðum í þessu sambandi:

  • Áfram eru félagaskipti leikmanna yngri en 18 ára á milli landa óheimil með eftirfarandi undantekningum þó:
  1. Foreldrar leikmanns flytja til landsins þar sem nýja félagið er að finna án þess að flutningurinn tengist knattspyrnu.
  2. Félagaskiptin eru milli landa innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) eða Evrópusambandsins (ES) og leikmaðurinn er 16 – 18 ára. Skulu þá viss skilyrði um þjálfun, menntun og aðbúnað leikmannsins uppfyllt.
  3. Minna en 100 km eru á milli heimilis leikmanns og félags sem er staðsett í öðru landi – landamæraákvæðið (á ekki við um Ísland).

Það er hins vegar ný ákvörðun FIFA að til þess að fá þess undanþágu þarf nýja félagið að sækja um slíkt til sérstakrar nefndar FIFA. Knattspyrnusamband nýja félagsins skal leggja fram óskina og skal ávallt gera svo áður en það óskar eftir alþjóðlegu flutningsskírteini fyrir leikmanninn hjá knattspyrnusambandinu þar sem leikmaðurinn er skráður. (Þetta á líka við um leikmann sem er skráður í fyrsta sinn samningsleikmaður (professional) og tilheyrir öðru landi).

  • Ef félagaskipti leikmanns yngri en 18 ára eru samþykkt verður sú breyting á útreikningi þjálfunarbóta (Training Compensation) að ekki er lengur miðað við 4. flokk bóta (lægstu bætur) fyrir árin 12 – 15 (4 ár) heldur skal nota sömu útreikninga og fyrir árin 16 – 21. (Félagaskipti yngri en 18 ára miðast við keppnistímabilið sem leikmaðurinn verður 18 ára – t. d. hér á landi til 15. október jafnvel þó að leikmaður eigi t. d. afmæli í apríl). Þetta getur leitt til mun hærri þjálfunarbóta en verið hefur fyrir þessi ár ef leikmaður (16 – 18 ára) skiptir á milli landa og verður samningsbundinn leikmaður (professional skv. skilgreiningu FIFA). Þessi 4 ár (12 – 15 ára) sem gefið hafa reiknaðar bætur upp á 40.000 Evrur geta sem dæmi gefið 180.000 Evrur ef farið er til efstu deildar félags í Danmörku, Noregi eða Svíþjóð. Þegar leikmaðurinn verður 19 ára fara þessa bætur aftur í 40.000 Evrur fyrir þessi ár (12 – 15 ára).
  • Þá hefur FIFA innleitt rafrænt kerfi (svonefnt TMS – Transfer Matching System) fyrir félagaskipti á milli landa frá og með 5. október sl. og skal það notað fyrir öll félagaskipti þar sem leikmaður heldur stöðu sinni sem samningsbundinn leikmaður (professional) með nýja félaginu (eða fær þá stöðu við félagaskiptin). Þar sem KSÍ (og hluti aðildarfélaga) er þegar orðinn aðili að þessu kerfi verða félagaskipti milli landa að fara fram í TMS ef skiptin eru við knattspyrnusamband sem einnig er aðili að TMS. Frá og með október 2010 mun síðan FIFA einungis taka gild félagaskipti milli landa í TMS. Hvert aðildarfélag KSÍ fær aðgang að TMS og þarf að annast skráningu þar við félagaskipti leikmanna sinna. Frekari kennsla til aðildarfélaga er á dagskrá á næstunni en félögin í Pepsi-deildinni 2009 fengu leiðbeiningar frá FIFA sl. vor.
  • Umsókn um undanþágu fyrir félagaskipti leikmanns yngri en 18 ára (minor) á milli landa þarf að skrá í TMS kerfi FIFA.

Hægt er að leita sér nánari upplýsinga í reglugerð FIFA um félagaskipti en hana fá finna hér.
Lög og reglugerðir
Aðildarfélög
Aðildarfélög